Þegar Ströndungar hættu að róa og hófu að brugga Kristján Már Unnarsson skrifar 14. febrúar 2021 07:30 Séð yfir hluta byggðarinnar á Árskógssandi. Arnar Halldórsson Þeir kalla sig oft Árskógsstrendinga, en einnig Ströndunga, segir Jón Ingi Sveinsson frá Kálfskinni þegar hann er spurður hvað íbúar sveitarinnar eru kallaðir í daglegu tali. Árskógsströnd er við Eyjafjörð á leiðinni milli Akureyrar og Dalvíkur, var áður sjálfstætt sveitarfélag en er núna hluti Dalvíkurbyggðar. Jón Ingi Sveinsson frá Kálfskinni er formaður byggðaráðs Dalvíkurbyggðar.Arnar Halldórsson Jón Ingi er framkvæmdastjóri Byggingarfélagsins Kötlu en jafnframt formaður byggðaráðs Dalvíkurbyggðar og er meðal íbúa sem segja okkur frá samfélaginu á Árskógsströnd í þættinum Um land allt á Stöð 2. Þar byggðust þorpin Árskógssandur og Hauganes upp á sjósókn meðfram hefðbundnum landbúnaði í sveitinni. Þá sögu þekkir Pétur Sigurðsson, gamalreyndur trillukarl og útgerðarmaður, en forfeður hans voru í hópi bænda af Árskógsströnd sem réru til fiskjar meðfram búskapnum. Pétur Sigurðsson útgerðarmaður vill meina að Árskógssandur sé ennþá fyrst og fremst útgerðarpláss.Arnar Halldórsson Meðan fiskvinnsla hefur lagst af á Árskógssandi eru Bjórböðin og Bruggsmiðjan Kaldi orðin stærsta fyrirtækið, en hjónin Agnes Anna Sigurðardóttir og Ólafur Þröstur Ólafsson stofnuðu Kalda fyrir fimmtán árum. Agnes er framkvæmdastjóri og sýnir okkur starfsemina ásamt syni þeirra Sigurði Braga, sem er bruggmeistari Kalda. Mæðginin Agnes Anna Sigurðardóttir og Sigurður Bragi Ólafsson í Bruggsmiðjunni Kalda.Arnar Halldórsson Á Hauganesi kynnumst við saltfiskverkendum sem þróað hafa sjávarútveg yfir í ferðaþjónustu. Þar monta heimamenn sig einnig af því að hafa verið fyrstir til að hefja hvalaskoðun á Íslandi. Svanfríður Ingvadóttir horfir yfir Hauganes og Eyjafjörð úr heita pottinum á Selá.Arnar Halldórsson Við heimsækjum sveitabæ þar sem fjósinu var breytt í gistihús, hittum bændur sem tekið hafa upp skógrækt og geitabúskap og fáum það svo útskýrt hvernig það gerðist að norskur konungur lét líf sitt á Árskógsströnd, en jörðin Kálfskinn státar af einu konungsgröfinni á Íslandi. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld: Um land allt Dalvíkurbyggð Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Vill auðvelda ferðafólki að sjá einu konungsgröfina á Íslandi Ekkert aðgengi er fyrir ferðamenn að einu konungsgröfinni sem vitað er um á Íslandi. Heimamenn á Árskógsströnd vilja bæta úr þessu með gerð áningarstaðar þar sem menn geti kynnst skrautlegri sögu konungsins sem fyrir þúsund árum var fluttur nauðugur til Íslands. 3. september 2020 22:22 Steindautt í hvalaskoðun þar til Íslendingar fóru að mæta Íslendingar sem áður sáust varla í hvalaskoðun eru núna yfir helmingur farþega hjá elstu hvalaskoðun landsins, sem er á Hauganesi við Eyjafjörð. Ferðaávísun stjórnvalda er þakkað. 2. ágúst 2020 22:38 Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira
Jón Ingi Sveinsson frá Kálfskinni er formaður byggðaráðs Dalvíkurbyggðar.Arnar Halldórsson Jón Ingi er framkvæmdastjóri Byggingarfélagsins Kötlu en jafnframt formaður byggðaráðs Dalvíkurbyggðar og er meðal íbúa sem segja okkur frá samfélaginu á Árskógsströnd í þættinum Um land allt á Stöð 2. Þar byggðust þorpin Árskógssandur og Hauganes upp á sjósókn meðfram hefðbundnum landbúnaði í sveitinni. Þá sögu þekkir Pétur Sigurðsson, gamalreyndur trillukarl og útgerðarmaður, en forfeður hans voru í hópi bænda af Árskógsströnd sem réru til fiskjar meðfram búskapnum. Pétur Sigurðsson útgerðarmaður vill meina að Árskógssandur sé ennþá fyrst og fremst útgerðarpláss.Arnar Halldórsson Meðan fiskvinnsla hefur lagst af á Árskógssandi eru Bjórböðin og Bruggsmiðjan Kaldi orðin stærsta fyrirtækið, en hjónin Agnes Anna Sigurðardóttir og Ólafur Þröstur Ólafsson stofnuðu Kalda fyrir fimmtán árum. Agnes er framkvæmdastjóri og sýnir okkur starfsemina ásamt syni þeirra Sigurði Braga, sem er bruggmeistari Kalda. Mæðginin Agnes Anna Sigurðardóttir og Sigurður Bragi Ólafsson í Bruggsmiðjunni Kalda.Arnar Halldórsson Á Hauganesi kynnumst við saltfiskverkendum sem þróað hafa sjávarútveg yfir í ferðaþjónustu. Þar monta heimamenn sig einnig af því að hafa verið fyrstir til að hefja hvalaskoðun á Íslandi. Svanfríður Ingvadóttir horfir yfir Hauganes og Eyjafjörð úr heita pottinum á Selá.Arnar Halldórsson Við heimsækjum sveitabæ þar sem fjósinu var breytt í gistihús, hittum bændur sem tekið hafa upp skógrækt og geitabúskap og fáum það svo útskýrt hvernig það gerðist að norskur konungur lét líf sitt á Árskógsströnd, en jörðin Kálfskinn státar af einu konungsgröfinni á Íslandi. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld:
Um land allt Dalvíkurbyggð Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Vill auðvelda ferðafólki að sjá einu konungsgröfina á Íslandi Ekkert aðgengi er fyrir ferðamenn að einu konungsgröfinni sem vitað er um á Íslandi. Heimamenn á Árskógsströnd vilja bæta úr þessu með gerð áningarstaðar þar sem menn geti kynnst skrautlegri sögu konungsins sem fyrir þúsund árum var fluttur nauðugur til Íslands. 3. september 2020 22:22 Steindautt í hvalaskoðun þar til Íslendingar fóru að mæta Íslendingar sem áður sáust varla í hvalaskoðun eru núna yfir helmingur farþega hjá elstu hvalaskoðun landsins, sem er á Hauganesi við Eyjafjörð. Ferðaávísun stjórnvalda er þakkað. 2. ágúst 2020 22:38 Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira
Vill auðvelda ferðafólki að sjá einu konungsgröfina á Íslandi Ekkert aðgengi er fyrir ferðamenn að einu konungsgröfinni sem vitað er um á Íslandi. Heimamenn á Árskógsströnd vilja bæta úr þessu með gerð áningarstaðar þar sem menn geti kynnst skrautlegri sögu konungsins sem fyrir þúsund árum var fluttur nauðugur til Íslands. 3. september 2020 22:22
Steindautt í hvalaskoðun þar til Íslendingar fóru að mæta Íslendingar sem áður sáust varla í hvalaskoðun eru núna yfir helmingur farþega hjá elstu hvalaskoðun landsins, sem er á Hauganesi við Eyjafjörð. Ferðaávísun stjórnvalda er þakkað. 2. ágúst 2020 22:38