Þegar Ströndungar hættu að róa og hófu að brugga Kristján Már Unnarsson skrifar 14. febrúar 2021 07:30 Séð yfir hluta byggðarinnar á Árskógssandi. Arnar Halldórsson Þeir kalla sig oft Árskógsstrendinga, en einnig Ströndunga, segir Jón Ingi Sveinsson frá Kálfskinni þegar hann er spurður hvað íbúar sveitarinnar eru kallaðir í daglegu tali. Árskógsströnd er við Eyjafjörð á leiðinni milli Akureyrar og Dalvíkur, var áður sjálfstætt sveitarfélag en er núna hluti Dalvíkurbyggðar. Jón Ingi Sveinsson frá Kálfskinni er formaður byggðaráðs Dalvíkurbyggðar.Arnar Halldórsson Jón Ingi er framkvæmdastjóri Byggingarfélagsins Kötlu en jafnframt formaður byggðaráðs Dalvíkurbyggðar og er meðal íbúa sem segja okkur frá samfélaginu á Árskógsströnd í þættinum Um land allt á Stöð 2. Þar byggðust þorpin Árskógssandur og Hauganes upp á sjósókn meðfram hefðbundnum landbúnaði í sveitinni. Þá sögu þekkir Pétur Sigurðsson, gamalreyndur trillukarl og útgerðarmaður, en forfeður hans voru í hópi bænda af Árskógsströnd sem réru til fiskjar meðfram búskapnum. Pétur Sigurðsson útgerðarmaður vill meina að Árskógssandur sé ennþá fyrst og fremst útgerðarpláss.Arnar Halldórsson Meðan fiskvinnsla hefur lagst af á Árskógssandi eru Bjórböðin og Bruggsmiðjan Kaldi orðin stærsta fyrirtækið, en hjónin Agnes Anna Sigurðardóttir og Ólafur Þröstur Ólafsson stofnuðu Kalda fyrir fimmtán árum. Agnes er framkvæmdastjóri og sýnir okkur starfsemina ásamt syni þeirra Sigurði Braga, sem er bruggmeistari Kalda. Mæðginin Agnes Anna Sigurðardóttir og Sigurður Bragi Ólafsson í Bruggsmiðjunni Kalda.Arnar Halldórsson Á Hauganesi kynnumst við saltfiskverkendum sem þróað hafa sjávarútveg yfir í ferðaþjónustu. Þar monta heimamenn sig einnig af því að hafa verið fyrstir til að hefja hvalaskoðun á Íslandi. Svanfríður Ingvadóttir horfir yfir Hauganes og Eyjafjörð úr heita pottinum á Selá.Arnar Halldórsson Við heimsækjum sveitabæ þar sem fjósinu var breytt í gistihús, hittum bændur sem tekið hafa upp skógrækt og geitabúskap og fáum það svo útskýrt hvernig það gerðist að norskur konungur lét líf sitt á Árskógsströnd, en jörðin Kálfskinn státar af einu konungsgröfinni á Íslandi. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld: Um land allt Dalvíkurbyggð Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Vill auðvelda ferðafólki að sjá einu konungsgröfina á Íslandi Ekkert aðgengi er fyrir ferðamenn að einu konungsgröfinni sem vitað er um á Íslandi. Heimamenn á Árskógsströnd vilja bæta úr þessu með gerð áningarstaðar þar sem menn geti kynnst skrautlegri sögu konungsins sem fyrir þúsund árum var fluttur nauðugur til Íslands. 3. september 2020 22:22 Steindautt í hvalaskoðun þar til Íslendingar fóru að mæta Íslendingar sem áður sáust varla í hvalaskoðun eru núna yfir helmingur farþega hjá elstu hvalaskoðun landsins, sem er á Hauganesi við Eyjafjörð. Ferðaávísun stjórnvalda er þakkað. 2. ágúst 2020 22:38 Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Kemur út sem pankynhneigð Lífið Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Fleiri fréttir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Sjá meira
Jón Ingi Sveinsson frá Kálfskinni er formaður byggðaráðs Dalvíkurbyggðar.Arnar Halldórsson Jón Ingi er framkvæmdastjóri Byggingarfélagsins Kötlu en jafnframt formaður byggðaráðs Dalvíkurbyggðar og er meðal íbúa sem segja okkur frá samfélaginu á Árskógsströnd í þættinum Um land allt á Stöð 2. Þar byggðust þorpin Árskógssandur og Hauganes upp á sjósókn meðfram hefðbundnum landbúnaði í sveitinni. Þá sögu þekkir Pétur Sigurðsson, gamalreyndur trillukarl og útgerðarmaður, en forfeður hans voru í hópi bænda af Árskógsströnd sem réru til fiskjar meðfram búskapnum. Pétur Sigurðsson útgerðarmaður vill meina að Árskógssandur sé ennþá fyrst og fremst útgerðarpláss.Arnar Halldórsson Meðan fiskvinnsla hefur lagst af á Árskógssandi eru Bjórböðin og Bruggsmiðjan Kaldi orðin stærsta fyrirtækið, en hjónin Agnes Anna Sigurðardóttir og Ólafur Þröstur Ólafsson stofnuðu Kalda fyrir fimmtán árum. Agnes er framkvæmdastjóri og sýnir okkur starfsemina ásamt syni þeirra Sigurði Braga, sem er bruggmeistari Kalda. Mæðginin Agnes Anna Sigurðardóttir og Sigurður Bragi Ólafsson í Bruggsmiðjunni Kalda.Arnar Halldórsson Á Hauganesi kynnumst við saltfiskverkendum sem þróað hafa sjávarútveg yfir í ferðaþjónustu. Þar monta heimamenn sig einnig af því að hafa verið fyrstir til að hefja hvalaskoðun á Íslandi. Svanfríður Ingvadóttir horfir yfir Hauganes og Eyjafjörð úr heita pottinum á Selá.Arnar Halldórsson Við heimsækjum sveitabæ þar sem fjósinu var breytt í gistihús, hittum bændur sem tekið hafa upp skógrækt og geitabúskap og fáum það svo útskýrt hvernig það gerðist að norskur konungur lét líf sitt á Árskógsströnd, en jörðin Kálfskinn státar af einu konungsgröfinni á Íslandi. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld:
Um land allt Dalvíkurbyggð Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Vill auðvelda ferðafólki að sjá einu konungsgröfina á Íslandi Ekkert aðgengi er fyrir ferðamenn að einu konungsgröfinni sem vitað er um á Íslandi. Heimamenn á Árskógsströnd vilja bæta úr þessu með gerð áningarstaðar þar sem menn geti kynnst skrautlegri sögu konungsins sem fyrir þúsund árum var fluttur nauðugur til Íslands. 3. september 2020 22:22 Steindautt í hvalaskoðun þar til Íslendingar fóru að mæta Íslendingar sem áður sáust varla í hvalaskoðun eru núna yfir helmingur farþega hjá elstu hvalaskoðun landsins, sem er á Hauganesi við Eyjafjörð. Ferðaávísun stjórnvalda er þakkað. 2. ágúst 2020 22:38 Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Kemur út sem pankynhneigð Lífið Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Fleiri fréttir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Sjá meira
Vill auðvelda ferðafólki að sjá einu konungsgröfina á Íslandi Ekkert aðgengi er fyrir ferðamenn að einu konungsgröfinni sem vitað er um á Íslandi. Heimamenn á Árskógsströnd vilja bæta úr þessu með gerð áningarstaðar þar sem menn geti kynnst skrautlegri sögu konungsins sem fyrir þúsund árum var fluttur nauðugur til Íslands. 3. september 2020 22:22
Steindautt í hvalaskoðun þar til Íslendingar fóru að mæta Íslendingar sem áður sáust varla í hvalaskoðun eru núna yfir helmingur farþega hjá elstu hvalaskoðun landsins, sem er á Hauganesi við Eyjafjörð. Ferðaávísun stjórnvalda er þakkað. 2. ágúst 2020 22:38
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning