Innlent

Andrés fann samhljóm með Pírötum

Samúel Karl Ólason og Heimir Már Pétursson skrifa

Andrés Ingi Jónsson, alþingismaður, segist hafa fundið samhljóm með þingmönnum Pírata. Hann hafi skoðað sig vel um og að endingu ákveðið að ganga til liðs við þá.

Hann hefur verið utan þingflokka frá því í nóvember 2019, þegar Andrés sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna. Hann segir einnig að skilvirkara sé að vera í þingflokki og þannig komist meira í verk.

„Að hluta til er þetta praktíst atriði. Það er meiri slagkraftur að vera mörg saman og við getum deilt verkum. Síðan náum við meiru fram,“ sagði Andrés í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Andrés segist hafa skoðað alla kosti og segist hafa unnið vel með þingflokki Pírata að mörgum málum. Hann væri oft sammála meðlimum þingflokksins varðandi ýmis málefni eins og loftlags- og mannréttindamálum og eflingu lýðræðis.

„Þá fannst mér við passa saman,“ sagði Andrés í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Andrés ætlar að gefa kost á sér í prófkjöri Pírata í Reykjavík Norður. Þeir sem vilja taka þátt í því prófkjöri Pírata þurfa að skrá sig í flokkinn á morgun. Framboðin eru þó opin lengur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.