Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur gegnt formennsku í BHM frá árinu 2015.Vísir/Vilhelm
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM og fyrrverandi ráðherra og þingmaður, er nú orðuð við þingframboð fyrir Samfylkinguna í Suðvesturkjördæmi.
Frá þessu segir í Morgunblaðinu í morgun en hún staðfestir þar að nafn hennar hafi verið nefnt við uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar og sé til skoðunar þar.
Þórunn sat á þingi fyrir Samfylkinguna á árunum 1999 til 2011 og gegndi embætti umhverfisráðherra á árunum 2007 til 2009. Var hún þingmaður Suðvesturkjördæmis.
Áður hefur Guðmundur Andri Thorsson, sem leiddi lista Samfylkingarinnar í kjördæminu í síðustu kosningum, sagst vilja halda áfram og þá hefur Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagst vilja leiða lista flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.
Rósa gekk til liðs við þingflokk Samfylkingarinnar eftir að hafa setið sem óháður þingmaður um nokkurt skeið. Hún var kjörin á þing fyrir Vinstri græna, en sagði skilið við flokkinn um mitt síðasta ár.
Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur gegnt formennsku í BHM frá árinu 2015.
Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfrulltrúi og varaformaður Samfylkingar, er sögð hafa látið þau boð berast til uppstillingarnefndar Samfylkingarinnar í Reykjavík að hún sé reiðubúin taka sæti á lista flokksins fyrir komandi þingkosningar.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefur sóst eftir að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi í komandi þingkosningum.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.