Þórólfur væntir samningsdraga frá Pfizer Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2021 16:49 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í viðtali fyrr í dag að viðræður við Pfizer væru ekki á þeim stað að tilefni væri að segja frá þeim. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist bíða samningsdraga frá Pfizer. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kannast ekki við að neinn samningur sé í höfn við lyfjaframleiðandann Pfizer. Hann segist bíða eftir samningsdrögum frá lyfjaframleiðandanum og í framhaldinu verði að taka afstöðu til þess hvort samningurinn sé ásættanlegur fyrir Íslands. Fundur er fyrirhugaður í næstu viku. Hávær orðrómur hefur verið á kreiki undanfarna daga að samningur við Pfizer sé í höfn og að því sé von á mörg hundruð þúsund skömmtum af bóluefninu til landsins svo hægt verði að framkvæma rannsóknina. Þessi orðrómur var til umræðu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem Þórólfur var gestur. Þáttastjórnendur sögðu orðróminn það háværan að samningur væri sagður í höfn og jafnvel komin dagsetning á komu bóluefnis til landsins. „Það er undarlegt. Ég veit um enga dagsetningu og engan samning. Ég hef ekki séð nein drög, það hafa engin samningsdrög komið,“ sagði Þórólfur. Hann viti ekki hvaðan þessi orðrómur sé kominn um dagsetningar og annað slíkt. „Það eina sem ég get sagt er að ekkert af því sem þið eruð að tala um er rétt,“ sagði Þórólfur. „Við erum í samskiptum við Pfizer og munum eiga með þeim fund í næstu viku. Við erum að bíða eftir þessum samningsdrögum sem við vonumst til að fá sem fyrst. Þá vitum við meira hvar við stöndum og þurfum að taka afstöðu til þess. Það er bara ekki komið.“ Hann segist þó jákvæður á verkefnið og rannsóknina. „Tengiliðir okkar við Pfizer sem við höfum rætt við hafa verið mjög jákvæðir. Það er kannski ekki nóg,“ segir Þórólfur. „Þetta mál kemst ekki í neina höfn fyrr en við fáum samning og sjáum um hvað málið snýst raunverulega og endanlega. Það er ekki fyrr en við fáum samningsdrög í hendurna.“ Málið verði bara að skýrast. „Það er það sem við erum að bíða eftir að við fáum einhvern samning eða samningsdrög sem við getum þá skoðað. Er þetta ásættanlegt eða ekki? Menn taka afstöðu til þess. Þá endar þetta annaðhvort með já eða nei. Þá er bara málið komið í höfn og allir fá að vita hvernig það er. En þangað til er ekkert meira um það að segja.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Svandís um viðræður við Pfizer: „Ekkert sem að hægt er að segja frá“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir boltann hjá lyfjaframleiðandanum Pfizer varðandi mögulegan samning við Ísland um mikið magn bóluefnis sem gæti borist til Íslands í rannsóknarskyni. Þannig mætti bólusetja stóran hluta þjóðarinnar á skömmum tíma. 5. febrúar 2021 13:33 Bóluefni AstraZeneca gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi Bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19 verður gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi, líkt og gert verður í Þýskalandi, Svíþjóð, Frakklandi og Noregi. 4. febrúar 2021 11:15 Rannsaka virkni þess að gefa sitthvort bóluefnið í fyrri og seinni skammt Vísindamenn við Oxford-háskóla í Bretlandi ætla að rannsaka hvort það gefist eins vel að gefa fólki sitthvort bóluefnið gegn Covid-19 í fyrri og seinni sprautu bólusetningar í stað þess að gefa sama bóluefnið tvisvar líkt og nú er gert. 4. febrúar 2021 07:13 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Hávær orðrómur hefur verið á kreiki undanfarna daga að samningur við Pfizer sé í höfn og að því sé von á mörg hundruð þúsund skömmtum af bóluefninu til landsins svo hægt verði að framkvæma rannsóknina. Þessi orðrómur var til umræðu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem Þórólfur var gestur. Þáttastjórnendur sögðu orðróminn það háværan að samningur væri sagður í höfn og jafnvel komin dagsetning á komu bóluefnis til landsins. „Það er undarlegt. Ég veit um enga dagsetningu og engan samning. Ég hef ekki séð nein drög, það hafa engin samningsdrög komið,“ sagði Þórólfur. Hann viti ekki hvaðan þessi orðrómur sé kominn um dagsetningar og annað slíkt. „Það eina sem ég get sagt er að ekkert af því sem þið eruð að tala um er rétt,“ sagði Þórólfur. „Við erum í samskiptum við Pfizer og munum eiga með þeim fund í næstu viku. Við erum að bíða eftir þessum samningsdrögum sem við vonumst til að fá sem fyrst. Þá vitum við meira hvar við stöndum og þurfum að taka afstöðu til þess. Það er bara ekki komið.“ Hann segist þó jákvæður á verkefnið og rannsóknina. „Tengiliðir okkar við Pfizer sem við höfum rætt við hafa verið mjög jákvæðir. Það er kannski ekki nóg,“ segir Þórólfur. „Þetta mál kemst ekki í neina höfn fyrr en við fáum samning og sjáum um hvað málið snýst raunverulega og endanlega. Það er ekki fyrr en við fáum samningsdrög í hendurna.“ Málið verði bara að skýrast. „Það er það sem við erum að bíða eftir að við fáum einhvern samning eða samningsdrög sem við getum þá skoðað. Er þetta ásættanlegt eða ekki? Menn taka afstöðu til þess. Þá endar þetta annaðhvort með já eða nei. Þá er bara málið komið í höfn og allir fá að vita hvernig það er. En þangað til er ekkert meira um það að segja.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Svandís um viðræður við Pfizer: „Ekkert sem að hægt er að segja frá“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir boltann hjá lyfjaframleiðandanum Pfizer varðandi mögulegan samning við Ísland um mikið magn bóluefnis sem gæti borist til Íslands í rannsóknarskyni. Þannig mætti bólusetja stóran hluta þjóðarinnar á skömmum tíma. 5. febrúar 2021 13:33 Bóluefni AstraZeneca gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi Bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19 verður gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi, líkt og gert verður í Þýskalandi, Svíþjóð, Frakklandi og Noregi. 4. febrúar 2021 11:15 Rannsaka virkni þess að gefa sitthvort bóluefnið í fyrri og seinni skammt Vísindamenn við Oxford-háskóla í Bretlandi ætla að rannsaka hvort það gefist eins vel að gefa fólki sitthvort bóluefnið gegn Covid-19 í fyrri og seinni sprautu bólusetningar í stað þess að gefa sama bóluefnið tvisvar líkt og nú er gert. 4. febrúar 2021 07:13 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Svandís um viðræður við Pfizer: „Ekkert sem að hægt er að segja frá“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir boltann hjá lyfjaframleiðandanum Pfizer varðandi mögulegan samning við Ísland um mikið magn bóluefnis sem gæti borist til Íslands í rannsóknarskyni. Þannig mætti bólusetja stóran hluta þjóðarinnar á skömmum tíma. 5. febrúar 2021 13:33
Bóluefni AstraZeneca gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi Bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19 verður gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi, líkt og gert verður í Þýskalandi, Svíþjóð, Frakklandi og Noregi. 4. febrúar 2021 11:15
Rannsaka virkni þess að gefa sitthvort bóluefnið í fyrri og seinni skammt Vísindamenn við Oxford-háskóla í Bretlandi ætla að rannsaka hvort það gefist eins vel að gefa fólki sitthvort bóluefnið gegn Covid-19 í fyrri og seinni sprautu bólusetningar í stað þess að gefa sama bóluefnið tvisvar líkt og nú er gert. 4. febrúar 2021 07:13