RAX Augnablik: „Sennilega eini fuglinn á Íslandi sem hefur drepið mann“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. febrúar 2021 07:01 Ragnar Axelsson ljósmyndari segir að það sé ekki auðvelt að mynda skúminn á Íslandi, sérstaklega þegar hann er í árásarham. RAX „Á ákveðnu svæði gekk maður yfir hálfgert sprengjusvæði þar sem að skúmurinn, sem er dálítið grimmur að verja unga sína, ræðst á mann og þeir eru mis grimmir,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari um daga sína í sveit sem barn, þar sem hann hafði það hlutverk að reka beljurnar heim. „Skúmurinn er sennilega eini fuglinn á Íslandi sem hefur drepið mann. Hann sló mann á hestbaki og hann rotaðist og drukknaði í læk eða polli. En mér fannst alltaf gaman af þessum fugli og þykir vænt um hann. Þegar maður var að sækja beljurnar út undir fjöru þá var þetta svona eins og í stríðsleik þar sem að orustuflugvélar réðust á þig.“ Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir Ragnar Axelsson frá því hvernig ljósmyndaáhuginn hans byrjaði. RAX er marg verðlaunaður ljósmyndari og myndir hans hafa birst í mörgum af virtustu tímaritum heims en þetta byrjaði eiginlega allt með fuglum. „Áhugi minn byrjaði í rauninni í sveitinni, þá fór ég og myndaði fugla. Ég byrjaði eiginlega að mynda skúminn.“ RAX smíðaði sér kassa og faldi sig í honum til þess að ná myndum af fuglinum grimma, sem honum hefur gengið misvel að ná óhreyfðum myndum af í gegnum árin. „Það er svolítið erfitt að ná mynd af einhverju sem kemur fljúgandi á fleygiferð beint að þér.“ Frásögnina má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru örþættir og Skúmurinn er um fjórar mínútur. Klippa: RAX Augnablik - Skúmurinn Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi. Menning Ljósmyndun RAX Fuglar Tengdar fréttir „Ég vil ekki vera að predika neitt en vil leyfa fólki að hugsa og horfa“ Í dag opnar sýningin Þar sem heimurinn bráðnar eftir Ragnar Axelsson í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi. Sýningin opnar klukkan tíu en engin formleg opnun var að þessu sinni vegna fjöldatakmarkana. 30. janúar 2021 09:01 RAX Augnablik: „Maður var farinn að halda að maður væri gjörsamlega klikkaður“ Ragnar Axelsson ljósmyndari ólst upp við jöklana. Síðustu áratugi hefur hann flogið ótal ferðir yfir jökla landsins og náð þar stórkostlegum myndum. Hann segir frá þeim í þessum nýja þætti af RAX Augnablik. 31. janúar 2021 07:00 RAX Augnablik: „Þegar hann er í sínum versta ham getur hann sprengt hús í tætlur“ „Piteraq þýðir sá sem ræðst á þig og hann verður til inni á ísnum, inni á jökli og rennur niður þrjú þúsund metra inn að austurströndinni eins og ósýnilegt stórfljót,“ segir Ragnar Axelsson. 24. janúar 2021 07:01 Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
„Skúmurinn er sennilega eini fuglinn á Íslandi sem hefur drepið mann. Hann sló mann á hestbaki og hann rotaðist og drukknaði í læk eða polli. En mér fannst alltaf gaman af þessum fugli og þykir vænt um hann. Þegar maður var að sækja beljurnar út undir fjöru þá var þetta svona eins og í stríðsleik þar sem að orustuflugvélar réðust á þig.“ Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir Ragnar Axelsson frá því hvernig ljósmyndaáhuginn hans byrjaði. RAX er marg verðlaunaður ljósmyndari og myndir hans hafa birst í mörgum af virtustu tímaritum heims en þetta byrjaði eiginlega allt með fuglum. „Áhugi minn byrjaði í rauninni í sveitinni, þá fór ég og myndaði fugla. Ég byrjaði eiginlega að mynda skúminn.“ RAX smíðaði sér kassa og faldi sig í honum til þess að ná myndum af fuglinum grimma, sem honum hefur gengið misvel að ná óhreyfðum myndum af í gegnum árin. „Það er svolítið erfitt að ná mynd af einhverju sem kemur fljúgandi á fleygiferð beint að þér.“ Frásögnina má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru örþættir og Skúmurinn er um fjórar mínútur. Klippa: RAX Augnablik - Skúmurinn Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Menning Ljósmyndun RAX Fuglar Tengdar fréttir „Ég vil ekki vera að predika neitt en vil leyfa fólki að hugsa og horfa“ Í dag opnar sýningin Þar sem heimurinn bráðnar eftir Ragnar Axelsson í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi. Sýningin opnar klukkan tíu en engin formleg opnun var að þessu sinni vegna fjöldatakmarkana. 30. janúar 2021 09:01 RAX Augnablik: „Maður var farinn að halda að maður væri gjörsamlega klikkaður“ Ragnar Axelsson ljósmyndari ólst upp við jöklana. Síðustu áratugi hefur hann flogið ótal ferðir yfir jökla landsins og náð þar stórkostlegum myndum. Hann segir frá þeim í þessum nýja þætti af RAX Augnablik. 31. janúar 2021 07:00 RAX Augnablik: „Þegar hann er í sínum versta ham getur hann sprengt hús í tætlur“ „Piteraq þýðir sá sem ræðst á þig og hann verður til inni á ísnum, inni á jökli og rennur niður þrjú þúsund metra inn að austurströndinni eins og ósýnilegt stórfljót,“ segir Ragnar Axelsson. 24. janúar 2021 07:01 Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
„Ég vil ekki vera að predika neitt en vil leyfa fólki að hugsa og horfa“ Í dag opnar sýningin Þar sem heimurinn bráðnar eftir Ragnar Axelsson í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi. Sýningin opnar klukkan tíu en engin formleg opnun var að þessu sinni vegna fjöldatakmarkana. 30. janúar 2021 09:01
RAX Augnablik: „Maður var farinn að halda að maður væri gjörsamlega klikkaður“ Ragnar Axelsson ljósmyndari ólst upp við jöklana. Síðustu áratugi hefur hann flogið ótal ferðir yfir jökla landsins og náð þar stórkostlegum myndum. Hann segir frá þeim í þessum nýja þætti af RAX Augnablik. 31. janúar 2021 07:00
RAX Augnablik: „Þegar hann er í sínum versta ham getur hann sprengt hús í tætlur“ „Piteraq þýðir sá sem ræðst á þig og hann verður til inni á ísnum, inni á jökli og rennur niður þrjú þúsund metra inn að austurströndinni eins og ósýnilegt stórfljót,“ segir Ragnar Axelsson. 24. janúar 2021 07:01