Íslenskur prestur hélt minningarathöfn á samskiptavettvangi fyrir tölvuleiki Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. febrúar 2021 20:30 Gunnar Kristjánsson, prestur, ákvað að halda stafræna minningarathöfn með vinum Henning og Mogens þar sem þeir fengu tækifæri til að deila minningum um drengina og syrgja þá. AÐSEND Íslenskur prestur hélt minningarathöfn á samskiptavettvangi fyrir tölvuleiki. Hann hvetur presta til að reyna að ná til ungu kynslóðarinnar með nýjum leiðum þegar kemur að sáluhjálp. Presturinn Gunnar Kristjánsson er búsettur í Noregi. Hann hélt stafræna minningarathöfn með vinum þeirra Henning og Mogens sem létust í eldsvoðanum í Andøy í Noregi um miðjan janúar. Minningarathöfnin fór fram á „Discord“ en það er forrit þar sem tölvuleikjanotendur hafa samskipti við aðra á netinu. Fimm létu lífið þegar sumarbústaður brann til grunna í þorpinu Risøyhamn á eyjunni Andøy í Noregi í janúar. Fjögur þeirra sem brunnu inni voru börn undir sextán ára aldri. Þar á meðal voru þeir Mogens Pareli Krogh Hovde og Henning Christian Bang Johansen. Þegar Gunnar var að undirbúa útför drengjanna komst hann að því að þeir höfðu mikinn áhuga á tölvuleikjum. „Þá hugsaði ég með mér að það hlytu að vera fleiri börn þarna úti sem þekktu til hans og okkur ekki tekist að ná til,“ sagði Gunnar í samtali við norska fréttamiðilinn VG. Deildu minningum af drengjunum Tók Gunnar upp á því að reyna að ná til vina drengjanna í gegnum tölvuleikjaheiminn. Hann ákvað að tengjast áðurnefndu forriti, sem er vettvangur hannaður fyrir leikjasamfélög. Í ljós kom að Henning og Mogens áttu marga vini á forritinu. Ákvað Gunnar að halda stafræna minningarathöfn með vinum hinna látnu þar sem þeir fengu tækifæri til að deila minningum um Henning og Mogens og syrgja þá. Á meðan á minningarathöfninni stóð spilaði Gunnar lög af „Spotify“ lista drengjanna. Sáluhjálp með nýjum leiðum Eftir minningarathöfnina höfðu margir foreldrar samband við Gunnar. „Þeir sögðu mér að drengjunum hefði fundist minningarathöfnin mikilvæg og nálgunin góð. Enginn hefur yfirgefið hópinn enn sem komið er,“ segir Gunnar sem hvetur presta til að reyna að ná til ungu kynslóðarinnar með nýjum leiðum. „Frá sjónarhóli sorgar er þetta eitthvað sem við ættum að nota meira. Ungt fólk í dag er öðruvísi. Það tjáir tilfinningar sína á annan hátt,“ sagði Gunnar. Gunnar var virkur tölvuleikjaspilari á yngri árum. Í samtali við norska fjölmiðilinn VG segir Gunnar tölvuleikjaspil ákveðið samfélag. „Þetta er fyrst og fremst félagsskapur. Þú ert ekki einn þó þú sitjir einn heima hjá þér. Þetta er eins og íþrótt. Leikmennirnir vinna saman,“ sagði Gunnar. Noregur Trúmál Íslendingar erlendis Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira
Presturinn Gunnar Kristjánsson er búsettur í Noregi. Hann hélt stafræna minningarathöfn með vinum þeirra Henning og Mogens sem létust í eldsvoðanum í Andøy í Noregi um miðjan janúar. Minningarathöfnin fór fram á „Discord“ en það er forrit þar sem tölvuleikjanotendur hafa samskipti við aðra á netinu. Fimm létu lífið þegar sumarbústaður brann til grunna í þorpinu Risøyhamn á eyjunni Andøy í Noregi í janúar. Fjögur þeirra sem brunnu inni voru börn undir sextán ára aldri. Þar á meðal voru þeir Mogens Pareli Krogh Hovde og Henning Christian Bang Johansen. Þegar Gunnar var að undirbúa útför drengjanna komst hann að því að þeir höfðu mikinn áhuga á tölvuleikjum. „Þá hugsaði ég með mér að það hlytu að vera fleiri börn þarna úti sem þekktu til hans og okkur ekki tekist að ná til,“ sagði Gunnar í samtali við norska fréttamiðilinn VG. Deildu minningum af drengjunum Tók Gunnar upp á því að reyna að ná til vina drengjanna í gegnum tölvuleikjaheiminn. Hann ákvað að tengjast áðurnefndu forriti, sem er vettvangur hannaður fyrir leikjasamfélög. Í ljós kom að Henning og Mogens áttu marga vini á forritinu. Ákvað Gunnar að halda stafræna minningarathöfn með vinum hinna látnu þar sem þeir fengu tækifæri til að deila minningum um Henning og Mogens og syrgja þá. Á meðan á minningarathöfninni stóð spilaði Gunnar lög af „Spotify“ lista drengjanna. Sáluhjálp með nýjum leiðum Eftir minningarathöfnina höfðu margir foreldrar samband við Gunnar. „Þeir sögðu mér að drengjunum hefði fundist minningarathöfnin mikilvæg og nálgunin góð. Enginn hefur yfirgefið hópinn enn sem komið er,“ segir Gunnar sem hvetur presta til að reyna að ná til ungu kynslóðarinnar með nýjum leiðum. „Frá sjónarhóli sorgar er þetta eitthvað sem við ættum að nota meira. Ungt fólk í dag er öðruvísi. Það tjáir tilfinningar sína á annan hátt,“ sagði Gunnar. Gunnar var virkur tölvuleikjaspilari á yngri árum. Í samtali við norska fjölmiðilinn VG segir Gunnar tölvuleikjaspil ákveðið samfélag. „Þetta er fyrst og fremst félagsskapur. Þú ert ekki einn þó þú sitjir einn heima hjá þér. Þetta er eins og íþrótt. Leikmennirnir vinna saman,“ sagði Gunnar.
Noregur Trúmál Íslendingar erlendis Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira