Lífið

Gauti og Brynja nýtt par og fyrrverandi í skýjunum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mikil hamingja hjá Gauta og Brynju.
Mikil hamingja hjá Gauta og Brynju.

Gauti Sigurðarson og tónlistarkonan Brynja Lísa Þórisdóttir eru nýtt par og hafa þau verið í sambandi í nokkrar vikur.

Gauti er fyrrverandi kærasti söngkonunnar Svölu Björgvinsdóttur. Mbl.is greinir frá.

Brynja er fyrrverandi kærasta Benedikts Brynleifssonar sem er þekktur trommari hér á landi.

Brynja setur inn myndir af parinu á Instagram og virðast þau mjög hamingjusöm. Svala Björgvins svarar myndinni með fallegri athugasemd: „Æ sætu. Til lukku með ykkur og ástina,“ skrifaði Svala.

Brynja svaraði henni: „Takk elsku fallega og sömuleiðis.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.