„Megi þeim ganga sem best að standa af sér orkuskiptin“ Jakob Bjarnar skrifar 2. febrúar 2021 11:18 Guðmundur Gunnarsson hittir beint í mark meðal Vestfirðinga þegar hann hæðist að auglýsingaskilti Orkunnar og þá ekki síður hinu „góða“ tilboði: „Ótrúlega cheap díll til handa Vestfirðingum“. Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Ísafirði, gefur lítið fyrir meinta góðmennsku og hugulsemi Orkufólksins „Það er tilkomumikið nýja skiltið á Ísafirði sem auglýsir skítódýrt eldsneyti á útlensku. Aðeins 227,5 krónur hver lítri takk fyrir. Svo er líka hægt að keyra 15 kílómetra til Bolungarvíkur og fá sama sopa á 232,5 kr. Ótrúlega cheap díll til handa Vestfirðingum,“ segir Guðmundur háðslega í Facebookfærslu. Hann birtir mynd af bensínstöð Orkunnar þar sem getur að líta flennistórt skilti þar sem stendur: „Cheap fuel in Iceland“. Guðmundur bendir á að sama varan, frá sama fyrirtæki, fáist reyndar á 193,3 krónur við Dalveg í Kópavogi. „Ekki nema 40 krónum ódýrari. Sá díll er reyndar á íslensku. Hver tankur einhverjum þúsundköllum ódýrari. Samt ekki cheap.“ Vestfirðingar grátt leiknir Bæjarstjórinn fyrrverandi beinir orðum sínum til Facebookvina sinna og áhugafólks um neytendamál: „Hugsið ykkur, á sama bílaplani á Ísafirði er hægt að kaupa matvöru á sama verði og í Reykjavík. Hvernig sem á því stendur.“ Guðmundur telur að það hljóti þá að gilda einhver allt önnur lögmál um flutningskostnað á mjólk en bensíni. Hann segist ekki þekkja það. En klykkir út með írónískri kveðju til Orkufólksins: „Endemis hugulsemi alltaf hreint hjá þessu olíufólki. Megi þeim ganga sem best að standa af sér orkuskiptin.“ Það er tilkomumikið nýja skiltið á Ísafirði sem auglýsir skítódýrt eldsneyti á útlensku. Aðeins 227,5 krónur hver lítri...Posted by Gudmundur Gunnarsson on Þriðjudagur, 2. febrúar 2021 Ljóst er að Guðmundur, sem er kominn í framboðsgír, hefur hitt á taug því mikil umræða um pistil hans hefur myndast í athugasemdum. Ýmsir valinkunnir Vestfirðingar hafa lýst sig heils hugar sammála þessari þörfu ábendingu; margir telja landsbyggðafólkið grátt leikið og þá ekki síst Vestfirðingar: „Glæpur, ekkert annað,“ segir einn. Annar telur að skiltið skelfilegt: „Þetta hræðilega skilti hefði líka átt að fara í grenndarkynningu.“ Vandamálið ekki bara bundið við Vestfirðinga Þó er einn, Magnús Magnússon sem starfar á auglýsingastofunni Peel og býr í Garðabæ, sem vill gjalda varhug við þeirri mynd sem dregin er upp af raunum landsbyggðarinnar: „Er ekki eldsneyti líka dýrara á höfuðborgarsvæðinu því lengra sem þú ferð frá Costco? Þú ert að bera verðið saman við einu Orku stöðvarnar sem eru ódýrari... allar aðrar í borginni eru með sama verð.“ En ábending Magnúsar fellur ekki kramið meðal Vestfirðinga, síst hjá málshefjanda sem spyr með þjósti: „Hvað með það? Af hverju eru kasjú hneturnar ekki dýrari því lengra sem ég ek frá Garðabæ? Öll olíufélögin eru með stöðvar fyrir vestan. Þar ættu líka að gilda lögmál um samkeppni. Nú eða samráð.“ Magnús segist skilja punkt Guðmundar en vandamálið sé ekki tengt Vestfjörðum eða öðrum svæðum. „Ef ég ákveð að horfa bara til bensínstöðva í Breiðholti get ég sagt það nákvæmlega sama og þú um Vestfirði. Vandamálið er almennt og sýnir að bensínstöðvar eru hvergi í alvöru samkeppni nema við Costco.“ Neytendur Ísafjarðarbær Vesturbyggð Bensín og olía Costco Tengdar fréttir Guðmundur genginn í Viðreisn og hefur áhuga á oddvitasæti Guðmundur Gunnarsson fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði hefur gengið í raðir Viðreisnar og sækist eftir sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. 14. desember 2020 14:01 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Sjá meira
„Það er tilkomumikið nýja skiltið á Ísafirði sem auglýsir skítódýrt eldsneyti á útlensku. Aðeins 227,5 krónur hver lítri takk fyrir. Svo er líka hægt að keyra 15 kílómetra til Bolungarvíkur og fá sama sopa á 232,5 kr. Ótrúlega cheap díll til handa Vestfirðingum,“ segir Guðmundur háðslega í Facebookfærslu. Hann birtir mynd af bensínstöð Orkunnar þar sem getur að líta flennistórt skilti þar sem stendur: „Cheap fuel in Iceland“. Guðmundur bendir á að sama varan, frá sama fyrirtæki, fáist reyndar á 193,3 krónur við Dalveg í Kópavogi. „Ekki nema 40 krónum ódýrari. Sá díll er reyndar á íslensku. Hver tankur einhverjum þúsundköllum ódýrari. Samt ekki cheap.“ Vestfirðingar grátt leiknir Bæjarstjórinn fyrrverandi beinir orðum sínum til Facebookvina sinna og áhugafólks um neytendamál: „Hugsið ykkur, á sama bílaplani á Ísafirði er hægt að kaupa matvöru á sama verði og í Reykjavík. Hvernig sem á því stendur.“ Guðmundur telur að það hljóti þá að gilda einhver allt önnur lögmál um flutningskostnað á mjólk en bensíni. Hann segist ekki þekkja það. En klykkir út með írónískri kveðju til Orkufólksins: „Endemis hugulsemi alltaf hreint hjá þessu olíufólki. Megi þeim ganga sem best að standa af sér orkuskiptin.“ Það er tilkomumikið nýja skiltið á Ísafirði sem auglýsir skítódýrt eldsneyti á útlensku. Aðeins 227,5 krónur hver lítri...Posted by Gudmundur Gunnarsson on Þriðjudagur, 2. febrúar 2021 Ljóst er að Guðmundur, sem er kominn í framboðsgír, hefur hitt á taug því mikil umræða um pistil hans hefur myndast í athugasemdum. Ýmsir valinkunnir Vestfirðingar hafa lýst sig heils hugar sammála þessari þörfu ábendingu; margir telja landsbyggðafólkið grátt leikið og þá ekki síst Vestfirðingar: „Glæpur, ekkert annað,“ segir einn. Annar telur að skiltið skelfilegt: „Þetta hræðilega skilti hefði líka átt að fara í grenndarkynningu.“ Vandamálið ekki bara bundið við Vestfirðinga Þó er einn, Magnús Magnússon sem starfar á auglýsingastofunni Peel og býr í Garðabæ, sem vill gjalda varhug við þeirri mynd sem dregin er upp af raunum landsbyggðarinnar: „Er ekki eldsneyti líka dýrara á höfuðborgarsvæðinu því lengra sem þú ferð frá Costco? Þú ert að bera verðið saman við einu Orku stöðvarnar sem eru ódýrari... allar aðrar í borginni eru með sama verð.“ En ábending Magnúsar fellur ekki kramið meðal Vestfirðinga, síst hjá málshefjanda sem spyr með þjósti: „Hvað með það? Af hverju eru kasjú hneturnar ekki dýrari því lengra sem ég ek frá Garðabæ? Öll olíufélögin eru með stöðvar fyrir vestan. Þar ættu líka að gilda lögmál um samkeppni. Nú eða samráð.“ Magnús segist skilja punkt Guðmundar en vandamálið sé ekki tengt Vestfjörðum eða öðrum svæðum. „Ef ég ákveð að horfa bara til bensínstöðva í Breiðholti get ég sagt það nákvæmlega sama og þú um Vestfirði. Vandamálið er almennt og sýnir að bensínstöðvar eru hvergi í alvöru samkeppni nema við Costco.“
Neytendur Ísafjarðarbær Vesturbyggð Bensín og olía Costco Tengdar fréttir Guðmundur genginn í Viðreisn og hefur áhuga á oddvitasæti Guðmundur Gunnarsson fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði hefur gengið í raðir Viðreisnar og sækist eftir sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. 14. desember 2020 14:01 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Sjá meira
Guðmundur genginn í Viðreisn og hefur áhuga á oddvitasæti Guðmundur Gunnarsson fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði hefur gengið í raðir Viðreisnar og sækist eftir sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. 14. desember 2020 14:01