Samfélagið hafi því miður viðurkennt hatursorðræðu í garð stjórnmálamanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. janúar 2021 19:57 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hél. Vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fordæmdi skotárás sem nýlega var gerð á heimili Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í ræðu sinni á rafrænum flokksráðsfundi Vinstri grænna sem hófst í dag. Þá gerði hún góðan árangur Íslands í baráttunni við kórónuveiruna að umtalsefni. „Ég fordæmi þessa árás og vona að hún verði einstakur viðburður. Ég hef heyrt í borgarstjóra vegna málsins og vonast til þess að því verði brátt lokið. En ég verð líka að segja að hún kemur ekki eins og þruma úr heiðskíru lofti,“ sagði Katrín í ræðu sinni. „Því miður hefur samfélag okkar viðurkennt hatursorðræðu gagnvart stjórnmálum og einstökum stjórnmálamönnum og nægir að líta yfir samfélagsmiðla reglulega til að lesa um ónýta og viðurstyggilega spillta stjórnmálamenn sem eru undirlægjur, fullir af mannhatri og mannvonsku og standa jafnvel fyrir nýjum helförum. Svo ég noti nokkur þau orð sem ég hef nýlega séð höfð um sjálfa mig og aðra. Mörkin hafa færst til og það hefur áhrif. Þar með er ég ekki að biðjast undan málefnalegri umræðu þar sem fólk greinir á. Við getum verið ósammála en þurfum ekki að vera óvinir.“ Þá kvaðst Katrín vilja búa í samfélagi þar sem fólk í stjórnmálum geti gengið frjálst um götur. Þetta hefði verið aðalsmerki Íslands og þannig ætti það að vera áfram. Gjaldfrjáls sýnataka skilað sínu Katrín sagði árangur Íslands í að takast á við faraldur kórónuveiru hafa verið góðan. „Samkvæmt nýlegri álitsgerð er Ísland í sjöunda sæti í heiminum þegar árangur er metinn í baráttunni við faraldurinn, í fyrsta sæti í okkar heimshluta þar sem veiran hefur annars haft mest áhrif,“ sagði Katrín. Árangurinn væri fyrst og fremst að þakka framlínustarfsfólki í heilbrigðiskerfinu og annars staðar. „Hann náðist líka með þeirri ákvörðun að tryggja öllum gjaldfrjálsa sýnatöku þar sem fólk gat mætt samdægurs og fengið niðurstöður samdægurs. Þetta þykir okkur núna í árslok sjálfsagt en var það ekki fyrir ári og er alls ekki sjálfsagt annars staðar og er lykilatriði í árangri okkar, ásamt öflugri smitrakningu og markvissri beitingu á sóttkví og einangrun.“ Ræðu Katrínar, auk ræðu Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfisráðherra og varaformanns Vinstri grænna, má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Alþingi Vinstri græn Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Óhugnanlegt hvað árásirnar hafa vakið lítil viðbrögð „Við tölum um íslensk stjórnmál sem ónýt og um stjórnmálamenn sem gjörspillt illmenni og þetta endar bara í ofbeldi. Það svo stutt þarna á milli. Það er ofboðslega sorglegt að við skulum vera að missa samfélagið í þessa átt. Af því að þetta var ekki svona,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. 29. janúar 2021 14:16 Vikið úr ráðum borgarinnar í kjölfar ummæla sinna um borgarstjóra Ólafur Guðmundsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, mun víkja úr þeim ráðum sem hann situr í hjá borginni. Þetta staðfestir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í samtali við fréttastofu. 29. janúar 2021 13:22 „Orðræðan er mjög harkaleg og oft hatursfull“ „Ég fordæmi þessa árás og finnst hún alvarleg, því þarna er verið að beita skotvopnum fyrir utan heimili stjórnmálamanns. Ég lít þetta alvarlegum augum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skotárás á bíl borgarstjóra um liðna helgi sem lögregla hefur til skoðunar. 29. janúar 2021 12:33 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Sjá meira
„Ég fordæmi þessa árás og vona að hún verði einstakur viðburður. Ég hef heyrt í borgarstjóra vegna málsins og vonast til þess að því verði brátt lokið. En ég verð líka að segja að hún kemur ekki eins og þruma úr heiðskíru lofti,“ sagði Katrín í ræðu sinni. „Því miður hefur samfélag okkar viðurkennt hatursorðræðu gagnvart stjórnmálum og einstökum stjórnmálamönnum og nægir að líta yfir samfélagsmiðla reglulega til að lesa um ónýta og viðurstyggilega spillta stjórnmálamenn sem eru undirlægjur, fullir af mannhatri og mannvonsku og standa jafnvel fyrir nýjum helförum. Svo ég noti nokkur þau orð sem ég hef nýlega séð höfð um sjálfa mig og aðra. Mörkin hafa færst til og það hefur áhrif. Þar með er ég ekki að biðjast undan málefnalegri umræðu þar sem fólk greinir á. Við getum verið ósammála en þurfum ekki að vera óvinir.“ Þá kvaðst Katrín vilja búa í samfélagi þar sem fólk í stjórnmálum geti gengið frjálst um götur. Þetta hefði verið aðalsmerki Íslands og þannig ætti það að vera áfram. Gjaldfrjáls sýnataka skilað sínu Katrín sagði árangur Íslands í að takast á við faraldur kórónuveiru hafa verið góðan. „Samkvæmt nýlegri álitsgerð er Ísland í sjöunda sæti í heiminum þegar árangur er metinn í baráttunni við faraldurinn, í fyrsta sæti í okkar heimshluta þar sem veiran hefur annars haft mest áhrif,“ sagði Katrín. Árangurinn væri fyrst og fremst að þakka framlínustarfsfólki í heilbrigðiskerfinu og annars staðar. „Hann náðist líka með þeirri ákvörðun að tryggja öllum gjaldfrjálsa sýnatöku þar sem fólk gat mætt samdægurs og fengið niðurstöður samdægurs. Þetta þykir okkur núna í árslok sjálfsagt en var það ekki fyrir ári og er alls ekki sjálfsagt annars staðar og er lykilatriði í árangri okkar, ásamt öflugri smitrakningu og markvissri beitingu á sóttkví og einangrun.“ Ræðu Katrínar, auk ræðu Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfisráðherra og varaformanns Vinstri grænna, má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan.
Alþingi Vinstri græn Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Óhugnanlegt hvað árásirnar hafa vakið lítil viðbrögð „Við tölum um íslensk stjórnmál sem ónýt og um stjórnmálamenn sem gjörspillt illmenni og þetta endar bara í ofbeldi. Það svo stutt þarna á milli. Það er ofboðslega sorglegt að við skulum vera að missa samfélagið í þessa átt. Af því að þetta var ekki svona,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. 29. janúar 2021 14:16 Vikið úr ráðum borgarinnar í kjölfar ummæla sinna um borgarstjóra Ólafur Guðmundsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, mun víkja úr þeim ráðum sem hann situr í hjá borginni. Þetta staðfestir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í samtali við fréttastofu. 29. janúar 2021 13:22 „Orðræðan er mjög harkaleg og oft hatursfull“ „Ég fordæmi þessa árás og finnst hún alvarleg, því þarna er verið að beita skotvopnum fyrir utan heimili stjórnmálamanns. Ég lít þetta alvarlegum augum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skotárás á bíl borgarstjóra um liðna helgi sem lögregla hefur til skoðunar. 29. janúar 2021 12:33 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Sjá meira
Óhugnanlegt hvað árásirnar hafa vakið lítil viðbrögð „Við tölum um íslensk stjórnmál sem ónýt og um stjórnmálamenn sem gjörspillt illmenni og þetta endar bara í ofbeldi. Það svo stutt þarna á milli. Það er ofboðslega sorglegt að við skulum vera að missa samfélagið í þessa átt. Af því að þetta var ekki svona,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. 29. janúar 2021 14:16
Vikið úr ráðum borgarinnar í kjölfar ummæla sinna um borgarstjóra Ólafur Guðmundsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, mun víkja úr þeim ráðum sem hann situr í hjá borginni. Þetta staðfestir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í samtali við fréttastofu. 29. janúar 2021 13:22
„Orðræðan er mjög harkaleg og oft hatursfull“ „Ég fordæmi þessa árás og finnst hún alvarleg, því þarna er verið að beita skotvopnum fyrir utan heimili stjórnmálamanns. Ég lít þetta alvarlegum augum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skotárás á bíl borgarstjóra um liðna helgi sem lögregla hefur til skoðunar. 29. janúar 2021 12:33