Albertína á von á sínu fyrsta barni og hættir á þingi Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. janúar 2021 19:59 Albertína hefur setið á þingi fyrir Samfylkinguna síðan 2017. Vísir/vilhelm Albertína Friðbjörg Elíasdóttir þingmaður Samfylkingarinnar hyggst ekki gefa kost á sér til að taka sæti ofarlega á lista flokksins fyrir næstu Alþingiskosningar. Hún hyggst einbeita sér að nýju verkefni; fyrsta barni hennar og eiginmannsins. „Það hafa verið mikil forréttindi að sitja á þingi fyrir Samfylkinguna í Norðausturkjördæmi þetta kjörtímabil sem nú er að renna sitt skeið. Síðustu vikur og mánuði hef ég verið að velta fyrir mér framhaldinu,“ skrifar Albertína í Facebook-færslu í kvöld. „Ég hafði hug á að halda áfram en nú er ég í þeirri stöðu að líf mitt og okkar hjónanna mun breytast verulega í vor en við eigum von á okkar fyrsta barni.“ Albertína segir að sér hafi þótt ómetanlegt að vera fulltrúi norðausturkjördæmis á þingi. Raunveruleikinn sé samt sá að starfið krefjist mikils af fólki. Þá sé það ekki sérstaklega fjölskylduvænt, auk þess sem hún hafi saknað þess að geta ekki verið meira á Akureyri. Kæru vinir, það hafa verið mikil forre ttindi að sitja a þingi fyrir Samfylkinguna i Norðausturkjo rdæmi þetta...Posted by Albertína Friðbjörg Elíasdóttir on Fimmtudagur, 28. janúar 2021 Hún hafi því, eftir mikla umhugsun, ákveðið að gefa ekki kost á sér til að taka sæti ofarlega á lista Samfylkingarinnar fyrir næstu Alþingiskosningar sem eru nú í haust. „Þetta er ekki auðveld ákvörðun en ég held hún sé sú eina rétta fyrir mig og fjölskylduna á þessum tíma. Ég óska auðvitað félögum mínum í Samfylkingunni alls hins besta og mun áfram leggja mitt að mörkum til að Samfylkingin nái góðum árangri í kosningunum í haust, enda trúi ég því að jafnaðarstefnan sé lykillinn að þeim samfélagslegu áskorunum sem við stöndum frammi fyrir í dag.“ Albertína er fædd árið 1980 og hefur verið þingmaður Samfylkingarinnar í norðausturkjördæmi síðan 2017. Alþingi Ástin og lífið Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð í Mosfellsbæ Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira
„Það hafa verið mikil forréttindi að sitja á þingi fyrir Samfylkinguna í Norðausturkjördæmi þetta kjörtímabil sem nú er að renna sitt skeið. Síðustu vikur og mánuði hef ég verið að velta fyrir mér framhaldinu,“ skrifar Albertína í Facebook-færslu í kvöld. „Ég hafði hug á að halda áfram en nú er ég í þeirri stöðu að líf mitt og okkar hjónanna mun breytast verulega í vor en við eigum von á okkar fyrsta barni.“ Albertína segir að sér hafi þótt ómetanlegt að vera fulltrúi norðausturkjördæmis á þingi. Raunveruleikinn sé samt sá að starfið krefjist mikils af fólki. Þá sé það ekki sérstaklega fjölskylduvænt, auk þess sem hún hafi saknað þess að geta ekki verið meira á Akureyri. Kæru vinir, það hafa verið mikil forre ttindi að sitja a þingi fyrir Samfylkinguna i Norðausturkjo rdæmi þetta...Posted by Albertína Friðbjörg Elíasdóttir on Fimmtudagur, 28. janúar 2021 Hún hafi því, eftir mikla umhugsun, ákveðið að gefa ekki kost á sér til að taka sæti ofarlega á lista Samfylkingarinnar fyrir næstu Alþingiskosningar sem eru nú í haust. „Þetta er ekki auðveld ákvörðun en ég held hún sé sú eina rétta fyrir mig og fjölskylduna á þessum tíma. Ég óska auðvitað félögum mínum í Samfylkingunni alls hins besta og mun áfram leggja mitt að mörkum til að Samfylkingin nái góðum árangri í kosningunum í haust, enda trúi ég því að jafnaðarstefnan sé lykillinn að þeim samfélagslegu áskorunum sem við stöndum frammi fyrir í dag.“ Albertína er fædd árið 1980 og hefur verið þingmaður Samfylkingarinnar í norðausturkjördæmi síðan 2017.
Alþingi Ástin og lífið Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð í Mosfellsbæ Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira