Vann með ólöglegum innflytjendum fyrir rússneskan gyðing Stefán Árni Pálsson skrifar 29. janúar 2021 07:01 Ragnar er 77 ára og hefur lifað viðburðarríku lífi. Dr. Ragnar Ingi Aðalsteinsson fæddist á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal 15. janúar 1944, yngstur tíu barna foreldra sinna. Hann lagði stund á ljóð- og kvæðalist frá unga aldri, lærði allar kúnstarinnar reglur bragfræðinnar og hefur tekið þær með sér gegnum lífið og gefið út ljóða- og kennslubækur um fagið. Ragnar hefur lært mikið á leið gegnum lífið, bæði í skóla og sótti doktorsgráðu í stuðlasetningu fyrir tíu árum síðan, en einnig af reynslunni, því hann barðist við vanlíðan sem ungur maður og vökvaði það ástand síðan með neyslu áfengis í 15 ár. 35 ára gamall sneri hann hins vegar við blaðinu og hefur haldið afskaplega heilbrigðan lífsstíl síðan. Ragnar er 77 ára gamall. Hann hefur ekki borðað sykur í áratugi og hefur ekki borðað kjöt síðan 1985 og er hættur að reykja. Hann hefur verið 12 spora maður í meira en 40 ár og á ekki sjónvarp. Klippa: Vann með ólöglegum innflytjendum fyrir rússneskan gyðing Snæbjörn Ragnarsson ræddi við Ragnar í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk og hafði hann frá mörgu að segja. Snæbjörn ræddi lengi við Ragnar. Þegar eiginkona Ragnars fór í nám til Bandaríkjanna í Chicago vann hann á mjög vafasömum veitingastað þar í borg. „Ég vann sem sendill fyrir kínverskan veitingastað og keyrði mat um borgina,“ segir Ragnar og heldur áfram. „Ég var í þessu í þrjú ár og þetta var ægilegt fjör. En þetta var skrautlegt líf og var svona veitingastaður sem var undir einni járnbrautarstöðinni og var kannski fjórða flokks og ekki mjög kræsilegt allt.“ Hann segir að þarna hafi hann unnið í svokölluðu neðanjarðar hagkerfi í Bandaríkjunum. „Þarna unnu með mér ólöglegir innflytjendur sem höfðu enginn réttindi og hægt að segja þeim að éta það sem úti frýs. Ég kynntist þarna allskonar fólki. Ólöglegir innflytjendur frá Mexíkó og frá austurlöndum líka. Svo fékk maður greitt í seðlum frá eiganda staðarins. Eigandinn var rússneskur gyðingur alinn upp í Bandaríkjunum. Raddsterkur og ægilega skapmikill,“ segir Ragnar sem fékk í raun vinnuna á sínum tíma af þeirri ástæðu að hann var maraþonhlaupari. Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Hann lagði stund á ljóð- og kvæðalist frá unga aldri, lærði allar kúnstarinnar reglur bragfræðinnar og hefur tekið þær með sér gegnum lífið og gefið út ljóða- og kennslubækur um fagið. Ragnar hefur lært mikið á leið gegnum lífið, bæði í skóla og sótti doktorsgráðu í stuðlasetningu fyrir tíu árum síðan, en einnig af reynslunni, því hann barðist við vanlíðan sem ungur maður og vökvaði það ástand síðan með neyslu áfengis í 15 ár. 35 ára gamall sneri hann hins vegar við blaðinu og hefur haldið afskaplega heilbrigðan lífsstíl síðan. Ragnar er 77 ára gamall. Hann hefur ekki borðað sykur í áratugi og hefur ekki borðað kjöt síðan 1985 og er hættur að reykja. Hann hefur verið 12 spora maður í meira en 40 ár og á ekki sjónvarp. Klippa: Vann með ólöglegum innflytjendum fyrir rússneskan gyðing Snæbjörn Ragnarsson ræddi við Ragnar í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk og hafði hann frá mörgu að segja. Snæbjörn ræddi lengi við Ragnar. Þegar eiginkona Ragnars fór í nám til Bandaríkjanna í Chicago vann hann á mjög vafasömum veitingastað þar í borg. „Ég vann sem sendill fyrir kínverskan veitingastað og keyrði mat um borgina,“ segir Ragnar og heldur áfram. „Ég var í þessu í þrjú ár og þetta var ægilegt fjör. En þetta var skrautlegt líf og var svona veitingastaður sem var undir einni járnbrautarstöðinni og var kannski fjórða flokks og ekki mjög kræsilegt allt.“ Hann segir að þarna hafi hann unnið í svokölluðu neðanjarðar hagkerfi í Bandaríkjunum. „Þarna unnu með mér ólöglegir innflytjendur sem höfðu enginn réttindi og hægt að segja þeim að éta það sem úti frýs. Ég kynntist þarna allskonar fólki. Ólöglegir innflytjendur frá Mexíkó og frá austurlöndum líka. Svo fékk maður greitt í seðlum frá eiganda staðarins. Eigandinn var rússneskur gyðingur alinn upp í Bandaríkjunum. Raddsterkur og ægilega skapmikill,“ segir Ragnar sem fékk í raun vinnuna á sínum tíma af þeirri ástæðu að hann var maraþonhlaupari.
Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira