Lífið

Brillerar á nýju mataræði og gefur út nýtt „þriggja vasaklúta“ lag

Stefán Árni Pálsson skrifar
Friðrik Dór gefur út lagið Segðu mér í dag. 
Friðrik Dór gefur út lagið Segðu mér í dag. 

„Þetta er ballaða og ég myndi segja að þetta sé þriggja vasaklúta lag,“ segir tónlistarmaðurinn Friðrik Dór Jónsson hjá Ívari Guðmunds á Bylgjunni í morgun. Hann var að senda frá sér nýtt lag Segðu mér sem hann frumflutti í þættinum.

Friðrik ræddi einnig um nýtt mataræði sem hann hefur verið á sem kallast macros sem gengur út á það að telja samanlagt próteinmagn, fitu og kolvetni og fylgjast vel með því hvað maður borðar.

Þetta hefur aðstoðað Friðrik undanfarna mánuði og hefur hann náð góðum árangri.

Hér að neðan má heyra lagið og viðtalið við Frikka Dór.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.