Vikið frá dómgæslu eftir „óeðlileg“ skilaboð til leikmanns í kvennaflokki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. janúar 2021 14:26 Leifur Garðarsson hefur dæmt í efstu deild um árabil og verið verðlaunaður fyrir sína frammistöðu. Vísir/Daníel Þór Formaður Körfuknattleikssambands Íslands segir að dómari muni ekki dæma aftur á vegum sambandsins eftir að hafa orðið uppvís að skilaboðum sem voru „óeðlileg“ og fóru „langt yfir strikið.“ Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segist í samtali við Vísi ekki vilja nefna dómarann á nafn en samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu er um að ræða Leif S. Garðarsson, skólastjóra við Áslandsskóla og einn reynslumesta körfuboltadómara landsins. „Það stendur ekki til að viðkomandi dómari dæmi aftur á vegum KKÍ,“ segir Hannes. Skilaboð kynferðislegs eðlis DV greindi frá því í gærkvöld að körfuboltadómari á Íslandi hefði verið rekinn fyrir að „reyna við leikmann í skilaboðaspjalli“, eins og það er orðað í fyrirsögn. Hannes segir að þó að samskiptin hafi átt sér stað í netheimum, utan körfuboltavallarins, stangist þau á við siðareglur KKÍ. Þau hafi þau verið „óeðlileg“ og „langt yfir strikið“. Samkvæmt heimildum fréttastofu var um að ræða skilaboð kynferðislegs eðlis. Leifur hafði dæmt leik á föstudegi í febrúar en samkvæmt heimildum fréttastofu fékk KKÍ upplýsingar um málið á sunnudegi, tveimur dögum síðar. Í framhaldinu var hann tekinn af leik sem hann átti að dæma á mánudeginum, boðaður á fund og tilkynnt að í ljósi samskipta sinna við leikmann myndi hann ekki dæma fleiri leiki á vegum sambandsins. Skólastjóri, þjálfari og dómari Leifur, sem hefur verið skólastjóri í Áslandsskóla í Hafnarfirði frá árinu 2003, hefur verið áberandi í íþróttalífinu hér á landi um árabil. Hann hefur þjálfað lið í efstu deild karla í fótbolta en hann var bæði í brúnni hjá Fylki og Víkingi á sínum tíma. Þá hefur hann þótt meðal bestu körfuboltadómara landsins í lengri tíma og oftar en einu sinni verið valinn besti dómari deildarinnar. Þá hefur hann verið gestalýsandi á íþróttaleikjum í sjónvarpi. Hannes segir að fleiri athugasemdir varðandi dómarann hafi ekki borist til stjórnar KKÍ, eða önnur sambærileg mál. Blaðamaður sló á þráðinn til Leifs sem skellti á eftir að blaðamaður hafði kynnt sig. Í siðareglum KKÍ segir meðal annars varðandi dómara: Sýndu leikmönnum, þjálfurum og öðrum sem koma að leiknum virðingu. Vertu til fyrirmyndar í framkomu og hegðun. Gættu að vandvirkni, heiðarleika og samviskusemi í starfi fyrir KKÍ og að orð og athæfi samrýmist starfi og umhverfi, stað og stund. Misnotaðu aldrei stöðu þína sem dómari. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Skóla - og menntamál Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segist í samtali við Vísi ekki vilja nefna dómarann á nafn en samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu er um að ræða Leif S. Garðarsson, skólastjóra við Áslandsskóla og einn reynslumesta körfuboltadómara landsins. „Það stendur ekki til að viðkomandi dómari dæmi aftur á vegum KKÍ,“ segir Hannes. Skilaboð kynferðislegs eðlis DV greindi frá því í gærkvöld að körfuboltadómari á Íslandi hefði verið rekinn fyrir að „reyna við leikmann í skilaboðaspjalli“, eins og það er orðað í fyrirsögn. Hannes segir að þó að samskiptin hafi átt sér stað í netheimum, utan körfuboltavallarins, stangist þau á við siðareglur KKÍ. Þau hafi þau verið „óeðlileg“ og „langt yfir strikið“. Samkvæmt heimildum fréttastofu var um að ræða skilaboð kynferðislegs eðlis. Leifur hafði dæmt leik á föstudegi í febrúar en samkvæmt heimildum fréttastofu fékk KKÍ upplýsingar um málið á sunnudegi, tveimur dögum síðar. Í framhaldinu var hann tekinn af leik sem hann átti að dæma á mánudeginum, boðaður á fund og tilkynnt að í ljósi samskipta sinna við leikmann myndi hann ekki dæma fleiri leiki á vegum sambandsins. Skólastjóri, þjálfari og dómari Leifur, sem hefur verið skólastjóri í Áslandsskóla í Hafnarfirði frá árinu 2003, hefur verið áberandi í íþróttalífinu hér á landi um árabil. Hann hefur þjálfað lið í efstu deild karla í fótbolta en hann var bæði í brúnni hjá Fylki og Víkingi á sínum tíma. Þá hefur hann þótt meðal bestu körfuboltadómara landsins í lengri tíma og oftar en einu sinni verið valinn besti dómari deildarinnar. Þá hefur hann verið gestalýsandi á íþróttaleikjum í sjónvarpi. Hannes segir að fleiri athugasemdir varðandi dómarann hafi ekki borist til stjórnar KKÍ, eða önnur sambærileg mál. Blaðamaður sló á þráðinn til Leifs sem skellti á eftir að blaðamaður hafði kynnt sig. Í siðareglum KKÍ segir meðal annars varðandi dómara: Sýndu leikmönnum, þjálfurum og öðrum sem koma að leiknum virðingu. Vertu til fyrirmyndar í framkomu og hegðun. Gættu að vandvirkni, heiðarleika og samviskusemi í starfi fyrir KKÍ og að orð og athæfi samrýmist starfi og umhverfi, stað og stund. Misnotaðu aldrei stöðu þína sem dómari. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Skóla - og menntamál Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira