Enski boltinn

Mættur til Arsenal og getur mætt Man. Utd

Sindri Sverrisson skrifar
Martin Ödegaard er orðinn leikmaður Arsenal, sem lánsmaður frá Real Madrid.
Martin Ödegaard er orðinn leikmaður Arsenal, sem lánsmaður frá Real Madrid. Twitter/@arsenal

Norski landsliðsmaðurinn Martin Ödegaard er mættur til Lundúna þar sem hann verður að láni hjá Arsenal frá Real Madrid út þessa leiktíð.

Ödegaard, sem er 22 ára, hefur ekki náð að festa sig í sessi í liði Real undri stjórn Zinedine Zidane. Hann var að láni hjá Real Sociedad á síðustu leiktíð og hafði spænska félagið áhuga á að endurheimta miðjumanninn, sem og Ajax sem er á toppi hollensku úrvalsdeildarinnar.

Fyrsti leikur Ödegaard gæti verið á laugardaginn þegar Arsenal mætir Manchester United. Hann hefur spilað níu leiki fyrir Real á þessari leiktíð.

Ödegaard vakti snemma mikla athygli og var fenginn til Real Madrid frá Strömsgodset í janúar 2015, þá nýorðinn 16 ára gamall.

Arsenal horfði á eftir sóknarsinnuðum miðjumanni á dögunum þegar Mesut Özil fór til Fenerbahce í Tyrklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×