Bíó og sjónvarp

Jóhannes Haukur í nýjum víkingaþáttum Netflix

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jóhannes Haukur hefur slegið í gegn undanfarin ár og starfað mikið erlendis.
Jóhannes Haukur hefur slegið í gegn undanfarin ár og starfað mikið erlendis. vísir/vilhelm

Netflix hefur nú tilkynnt aðalleikarana í nýjum víkingaþáttum, Vikings: Valhalla en þar má meðal annars finna leikarann Jóhannes Hauk Jóhannesson sem hefur slegið í gegn sem leikari á erlendri grundu.

Þættirnir gerast í raun hundrað árum á eftir þáttunum Vikings sem History rásin framleiddi og hafa notið mikilla vinsælda síðustu rúm sjö ár.

Aðalleikarar í Vikings: Valhalla

  • Sam Corlett leikur Leif Eríksson
  • Frida Gustavsson leikur Freydísi Eríksdóttir
  • Leo Suter leikur Harald Sigurðsson
  • Bradley Freegard fer með hlutverk King Canute
  • Jóhannes Haukur Jóhannesson fer með hlutverk Ólafs Haraldssonar
  • Laura Berlin fer með hlutverk Emma OF Normandy
  • David Oakes fer með hlutverk Earl Godwin
  • Caroline Henderson leikur Jarl Haakon
  • Pollyanna McIntosh leikur Queen Ælfgifu
  • Asbjørn Krogh Nissen leikur Jarl Kåre

Netflix hefur nú þegar gert samning um 24 þætti af Vikings: Valhalla.

Netflix greinir frá því að Vikings: Valhalla gerist í á elleftu öld, við endalok víkingaaldarinnar, og fjalli um einhverja þekktustu víkinga sögunnar. Þar á meðal verða Leifur Eiríksson, Freydís Eiríksdóttir, Haraldur harðráði og Vilhjálmur fyrsti, hinn sigursæli, frá Normandí.

Michael Hirst framleiðir þessa þætti fyrir Netflix en hann var einmitt höfundur Vikings-þáttanna sem framleiddir voru frá árinu 2013 og luku göngu sinni nú um áramótin.

Íslendingar komið við sögu

Íslendingar og Ísland hafa komið þó nokkuð við sögu í Vikings og er það því viðeigandi að Jóhannes sé fulltrúi þjóðarinnar í þessari framhaldsþáttaröð.  Ólafur Gunnarsson rithöfundur er titlaður sem sérstakur ráðgjafi höfundarins Michael Hirst við gerð Vikings á árunum 2015-2020. Hann lýsti þessu starfi í viðtali á Vísi á sínum tíma.

Þá var leikkonan Ragnheiður Ragnarsdóttir áberandi í síðustu tveimur þáttaröðum Vikings í hlutverki Gunnhildar. Hún lýsti þessu ferli í Einkalífinu á Vísi í haust. 


Tengdar fréttir

Fleiri en Balti í bíómyndum

Ólafur Gunnarsson hótar því að færa sig alfarið yfir í handritaskrif – nýja skáldsagan var næstum gengin af honum dauðum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.