Innlent

Segja lauga­verði hafa verið á sínum stað þegar slysið varð

Eiður Þór Árnason skrifar
Maðurinn fannst á dýpri enda innilaugarinnar í Sundhöll Reykjavíkur.
Maðurinn fannst á dýpri enda innilaugarinnar í Sundhöll Reykjavíkur. Reykjavíkurborg

Laugarverðir voru í sal og turni Sundhallarinnar þegar 31 árs karlmaður fannst þar á botni sundlaugar á fimmtudag, að sögn íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur. Maðurinn var síðar úrskurðaður látinn en að sögn föður hans hafði hann legið í um sex mínútur á botni laugarinnar.

Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fram kemur í tilkynningu frá íþrótta- og tómstundasviði að laugarvörður sé alltaf á vakt í innilaug Sundhallarinnar og annar í laugarvarðarturni sem er með yfirsýn yfir útilaug og öryggismyndavélar. RÚV hefur eftir lögreglu að maðurinn hafi fundist á botni innilaugarinnar.

Íþrótta- og tómstundasvið segist hafa tekið málið fyrir og gert menningar-, íþrótta- og tómstundaráði grein fyrir slysinu.

Spyr hvort réttur búnaður hafi verið til staðar

Guðni Heiðar Guðna­son, faðir mannsins sem lést, hefur gert alvarlegar athugasemdir við sundlaugarvörsluna á slysstað í ljósi þess tíma sem leið þar til reynt var að koma syni hans til bjargar.

Í samtali við mbl.is sagðist Guðni, sem starfar sem lögreglumaður, spyrja sig hvar sundlaugaverðirnir hafi verið í umræddar sex mínútur. Stutt er liðið frá því að Sundhöll Reykjavíkur var gerð upp en að sögn Guðna á að vera til staðar búnaður í nýjum sundlaugum sem skynjar hvort það liggi eitthvað hreyfingarlaust á botninum.

„Ef það er í 15 sek­únd­ur þá eiga að hringja bjöll­ur,“ sagði Guðni við mbl.is. Þá sagðist hann velta því fyrir sér hvort ekki hafi verið búið að koma þess­um búnaði fyr­ir eða hvort hann hafi ekki virkað.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Gagn­rýnir upp­lýsinga­gjöf lög­reglu um and­lát sonar síns

Guðni Heiðar Guðnason, faðir mannsins sem fannst látinn á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudag, segist verulega ósáttur við að lögregla fullyrði að um veikindi hafi verið að ræða, en hann sjálfur er lögreglumaður. Hann segir son sinn hafa verið stálhraustan, enda aðeins 31 árs gamall. 

Andlát í Sundhöll Reykjavíkur

Maður sem fannst á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn var úrskurðaður látinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×