Enginn greindist með veiruna innanlands í fyrradag en þá greindust fimm á landamærum. Samkvæmt tölum gærdagsins voru þá 89 í einangrun hér á landi með virkt smit covid-19 en tölur verða næst uppfærðar á covid.is eftir helgi.
Alls hafa nú 5.982 greinst með kórónuveiruna hér á landi frá því faraldurinn hófst í lok febrúar á síðasta ári. Þá hafa 29 dauðsföll verið rakin til Covid-19 á Íslandi frá upphafi faraldursins.
Fréttin hefur verið uppfærð.