Lífið

Billie Eilish gefur út nýtt myndband sem fer af stað með ógnarhraða

Stefán Árni Pálsson skrifar
Billie Eilish er ein vinsælasta söngkona heims og hefur verið það í nokkur ár þrátt fyrir ungan aldur. 
Billie Eilish er ein vinsælasta söngkona heims og hefur verið það í nokkur ár þrátt fyrir ungan aldur. 

Hin 19 ára Billie Eilish gaf í gær út nýtt myndband við lagið Lo Vas A Olvidar.

Í laginu syngur hún ásamt ROSALÍA og er myndbandið vægast sagt vinsælt og eitt vinsælasta myndskeiðið á YouTube síðastliðin sólarhring.

Það var Nabil sem leikstýrði myndbandinu en þegar þessi grein er skrifuð hefur verið horft á myndbandið átta milljón sinnum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.