Innlent

Snjóflóð féll fyrir ofan veginn um Eyrarhlíð

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Kortið sýnir færð á vegum á Vestfjörðum skömmu fyrir hálftólf í dag. Veginum um Eyrarhlíð hefur ekki verið lokað en vegfarendur eru beðnir um að athuga að óvissustig er í gildi vegna snjóflóðahættu á veginum um Súðavík.
Kortið sýnir færð á vegum á Vestfjörðum skömmu fyrir hálftólf í dag. Veginum um Eyrarhlíð hefur ekki verið lokað en vegfarendur eru beðnir um að athuga að óvissustig er í gildi vegna snjóflóðahættu á veginum um Súðavík. Vegagerðin

Í morgun féll lítið snjóflóð á varnarþil fyrir ofan veginn um Eyrarhlíð sem liggur á milli Ísafjarðar og Hnífsdals.

Frá þessu er greint í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Vestfjörðum. Þar segir að veginum hafi ekki verið lokað en Veðurstofa Íslands sé að meta aðstæður og stöðuna almennt varðandi snjóflóðahættu. Nánari upplýsingar verði veittar þegar málin skýrast frekar.

Eyrarhlíð - milli Ísafjarðar og Hnífsdals. Í morgun féll lítið snjóflóð á varnarþil, ofan vegarinns um Eyrarhlíð. ...

Posted by Lögreglan á Vestfjörðum on Friday, January 22, 2021

Þá hvetur lögreglan vegfarendur til þess að fylgjast vel með upplýsingum á vef Vegagerðarinnar um veður og færð á vegum eða þá að hringja í upplýsingasímann 1777.

Gul veðurviðvörun er nú í gildi á Ströndum, Norður- og Austurlandi vegna norðanhríðar. Þá er óvissustig á Norðurlandi vegna snjóflóðahættu og hættustig í gildi á Siglufirði að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×