Hafa dælt úr skólanum í hálfan sólarhring Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. janúar 2021 12:52 Búið er að dæla megninu af vatninu úr húsnæði háskólans. Vísir/Egill Slökkviliðsmenn sem eru að störfum í byggingum Háskóla Íslands eru nú farnir að sjá fyrir endann á aðgerðum á staðnum. Þeir vonast til að lokið verði við að dæla vatni af göngum skólans á næstu klukkutímum. Slökkviliðsmenn sem eru að störfum í byggingum Háskóla Íslands eru nú farnir að sjá fyrir endann á aðgerðum á staðnum. Þeir vonast til að lokið verði við að dæla vatni af göngum skólans á næstu klukkutímum. Vatn flæddi um alla ganga skólans í nótt.Vísir/Egill Það var um eitt leytið í nótt sem Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um að vatn flæddi inn í skólann. Ríflega tvö þúsund tonn af vatni flæddu þá um fimm byggingar skólans eftir að kaldavatnslögn fyrir ofan skólann gaf sig. Sjötíu og fimm mínútur tók að stöðva rennslið úr lögninni. Slökkviliði hefur nú verið að störfum í byggingum Háskóla Íslands í tæpan hálfan sólarhring. Bernódus Sveinsson aðstoðarvarstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er einn þeirra sem hefur staðið vaktina í Háskóla Íslands.Vísir/Egill Bernódus Sveinsson aðstoðarvarstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir fljótt hafa verði ljóst að um umfangsmikinn leka væri að ræða. „Hér var bara hreinlega allt á floti og bara rosalega mikið vatn. Fljótandi húsgögn og annað þannig að þetta var bara ein risastór sundlaug,“ segir Bernódus. Í fyrstu var bara ein stöð send á staðinn en fleiri voru kallaðar út um leið og ljóst var hvers eðlis var. „Þegar þeir koma hérna á staðinn þá sjá þeir umfangið á þessu og biðja um frekari aðstoð og önnur stöð er send og með aukinn búnað og hafa verið kannski hérna svona einhvers staðar á bilinu sextán átján manns að vinna í nótt með þann búnað sem við höfum,“ segir Bernódus. Slökkvilið Vatnsleki í Háskóla Íslands Tengdar fréttir Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Við fjöllum um tjónið í Háskóla Íslands í hádegisfréttum okkar en í nótt sprakk vatnsæð sem varð þess valdandi að gríðarlegt magn vatns flæddi inn í byggingar á Háskólasvæðinu. 21. janúar 2021 11:31 Gryfjan í Stúdentakjallaranum „eins og sundlaug“ Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar Stúdenta, sem rekur Stúdentakjallarann, Bóksölu stúdenta og veitingasöluna Hámu á Háskólatorgi segir ekki ljóst hversu mikið tjón stofnunarinnar er vegna vatnslekans sem varð í Háskóla Íslands í nótt. 21. janúar 2021 11:08 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Slökkviliðsmenn sem eru að störfum í byggingum Háskóla Íslands eru nú farnir að sjá fyrir endann á aðgerðum á staðnum. Þeir vonast til að lokið verði við að dæla vatni af göngum skólans á næstu klukkutímum. Vatn flæddi um alla ganga skólans í nótt.Vísir/Egill Það var um eitt leytið í nótt sem Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um að vatn flæddi inn í skólann. Ríflega tvö þúsund tonn af vatni flæddu þá um fimm byggingar skólans eftir að kaldavatnslögn fyrir ofan skólann gaf sig. Sjötíu og fimm mínútur tók að stöðva rennslið úr lögninni. Slökkviliði hefur nú verið að störfum í byggingum Háskóla Íslands í tæpan hálfan sólarhring. Bernódus Sveinsson aðstoðarvarstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er einn þeirra sem hefur staðið vaktina í Háskóla Íslands.Vísir/Egill Bernódus Sveinsson aðstoðarvarstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir fljótt hafa verði ljóst að um umfangsmikinn leka væri að ræða. „Hér var bara hreinlega allt á floti og bara rosalega mikið vatn. Fljótandi húsgögn og annað þannig að þetta var bara ein risastór sundlaug,“ segir Bernódus. Í fyrstu var bara ein stöð send á staðinn en fleiri voru kallaðar út um leið og ljóst var hvers eðlis var. „Þegar þeir koma hérna á staðinn þá sjá þeir umfangið á þessu og biðja um frekari aðstoð og önnur stöð er send og með aukinn búnað og hafa verið kannski hérna svona einhvers staðar á bilinu sextán átján manns að vinna í nótt með þann búnað sem við höfum,“ segir Bernódus.
Slökkvilið Vatnsleki í Háskóla Íslands Tengdar fréttir Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Við fjöllum um tjónið í Háskóla Íslands í hádegisfréttum okkar en í nótt sprakk vatnsæð sem varð þess valdandi að gríðarlegt magn vatns flæddi inn í byggingar á Háskólasvæðinu. 21. janúar 2021 11:31 Gryfjan í Stúdentakjallaranum „eins og sundlaug“ Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar Stúdenta, sem rekur Stúdentakjallarann, Bóksölu stúdenta og veitingasöluna Hámu á Háskólatorgi segir ekki ljóst hversu mikið tjón stofnunarinnar er vegna vatnslekans sem varð í Háskóla Íslands í nótt. 21. janúar 2021 11:08 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Við fjöllum um tjónið í Háskóla Íslands í hádegisfréttum okkar en í nótt sprakk vatnsæð sem varð þess valdandi að gríðarlegt magn vatns flæddi inn í byggingar á Háskólasvæðinu. 21. janúar 2021 11:31
Gryfjan í Stúdentakjallaranum „eins og sundlaug“ Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar Stúdenta, sem rekur Stúdentakjallarann, Bóksölu stúdenta og veitingasöluna Hámu á Háskólatorgi segir ekki ljóst hversu mikið tjón stofnunarinnar er vegna vatnslekans sem varð í Háskóla Íslands í nótt. 21. janúar 2021 11:08