Vegrið vantar við tugi kílómetra vegarins um Ísafjarðardjúp Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. janúar 2021 19:23 Rannsókn lögreglu á tildrögum banaslyssins sem varð í Skötufirði á laugardag er ekki lokið. Hálka var á veginum þegar slysið varð og afar lélegt símasamband var á svæðinu. Þá voru engin vegrið við veginn þar sem að bíllinn rann út af og hafnaði í sjónum. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að samkvæmt úttekt sem gerð var við Ísafjarðardjúp árið 2013 vanti vegrið á nokkurra tuga kílómetra kafla, meðal annars í Skötufirði, til að uppfylla núgildandi kröfur. „Það er ómögulegt að segja fyrr en rannsókninni er lokið og þá kemur væntanlega í ljós hversu miklu máli það skipti að þarna var ekki vegrið. Allar okkar öryggisráðstafanir, sem vegrið eru, eru skipta auðvitað máli. Þannig að það skiptir máli,“ sagði G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. En hvers vegna er ekki vegrið á þessum vegarkafla? „Við tókum þennan kafla út í Djúpinu, 120 kílómetra, við tókum þann kafla út árið 2013 og það eru 120 kílómetrar og við fundum út að það þyrfti að vera samkvæmt okkar nýjustu reglum um þessi mál, þá þyrftu að vera 75-80 kílómetrar til viðbótar af vegriðum. Það gerum við ekki í einum vettvangi, sérstaklega ekki í ljósi þess að það kostar um það bil tólf milljónir á kílómetrann að setja upp vegrið, þannig að þetta eru miklar upphæðir sem þarna er um að ræða. Og ekki bara í Djúpinu heldur alls staðar á landinu auðvitað. En við erum samt sem áður löngu byrjuð og erum alltaf að vinna að því að setja upp vegrið þar sem að við teljum að þau þurfi að vera. Og til dæmis í Skötufirðinum, innst að austanverðu, erum við búin að setja upp vegrið,“ svaraði G. Pétur. Nú hefur orðið þetta hræðilega slys, verður forgangsmál að setja upp vegrið þarna núna? „Við auðvitað skoðum alltaf öll slys. En við reynum líka að gera þetta þannig að forgangsraða eftir aðstæðum á hverjum stað og ekki endilega af því það hafi orðið slys heldur líka þar sem aðstæður eru þannig að við reiknum með að það sé mjög hættulegt að það gerist eitthvað, þannig að við höldum okkur við þá forgangsröðun sem við höfum,“ sagði G. Pétur. Umferðaröryggi Banaslys í Skötufirði Samgönguslys Ísafjarðarbær Súðavíkurhreppur Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
„Það er ómögulegt að segja fyrr en rannsókninni er lokið og þá kemur væntanlega í ljós hversu miklu máli það skipti að þarna var ekki vegrið. Allar okkar öryggisráðstafanir, sem vegrið eru, eru skipta auðvitað máli. Þannig að það skiptir máli,“ sagði G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. En hvers vegna er ekki vegrið á þessum vegarkafla? „Við tókum þennan kafla út í Djúpinu, 120 kílómetra, við tókum þann kafla út árið 2013 og það eru 120 kílómetrar og við fundum út að það þyrfti að vera samkvæmt okkar nýjustu reglum um þessi mál, þá þyrftu að vera 75-80 kílómetrar til viðbótar af vegriðum. Það gerum við ekki í einum vettvangi, sérstaklega ekki í ljósi þess að það kostar um það bil tólf milljónir á kílómetrann að setja upp vegrið, þannig að þetta eru miklar upphæðir sem þarna er um að ræða. Og ekki bara í Djúpinu heldur alls staðar á landinu auðvitað. En við erum samt sem áður löngu byrjuð og erum alltaf að vinna að því að setja upp vegrið þar sem að við teljum að þau þurfi að vera. Og til dæmis í Skötufirðinum, innst að austanverðu, erum við búin að setja upp vegrið,“ svaraði G. Pétur. Nú hefur orðið þetta hræðilega slys, verður forgangsmál að setja upp vegrið þarna núna? „Við auðvitað skoðum alltaf öll slys. En við reynum líka að gera þetta þannig að forgangsraða eftir aðstæðum á hverjum stað og ekki endilega af því það hafi orðið slys heldur líka þar sem aðstæður eru þannig að við reiknum með að það sé mjög hættulegt að það gerist eitthvað, þannig að við höldum okkur við þá forgangsröðun sem við höfum,“ sagði G. Pétur.
Umferðaröryggi Banaslys í Skötufirði Samgönguslys Ísafjarðarbær Súðavíkurhreppur Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira