Bæði eitt versta og besta ár lífsins Stefán Árni Pálsson skrifar 21. janúar 2021 07:01 Bolli er stóran hluta ársins í Japan. Bolli Thoroddsen heillaðist af Japan og rekur þar fyrirtækið Takanawa og dvelur þar langtímum en hann var gestur í Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun. Hann fór fyrst út til Japans árið 1995 en þá var hann fjórtán ára gamall og fékk ferðina í fermingargjöf frá móður sinni. „Ég var það heillaður að ég hugsaði að ég hér myndi ég vilja búa. Síðan eftir fyrsta árið í Menntaskólanum við Reykjavík ákvað ég að fara þangað út sem skiptinemi. Hafði ákveðnar hugmyndir um að ég gæti farið aftur til Tókýó en endaði á því að fara til Fukushima og endaði á svæði þar sem var ekkert nema hrísgrjónaakrar og ég held að ég hafi verið eini útlendingurinn á tvö hundruð kílómetra radíus. Skiptinemafjölskyldan var frábær en pabbinn var svona af gamla skólanum. Ég æfði þarna fótbolta og hann bannaði mér að spila fótbolta, ég mátti ekki hitta vini mína eða stelpur og ég var í raun bara að læra japönsku allan tímann. Svo eftir skólann var ég sendur rakleiðis heim og þar beið mín afinn sem var gamall skólastjóri og skriðdrekaforingi í seinni heimsstyrjöldinni og hann lét mig skrifa dagbók á japönsku.“ Bolli segir að þetta hafi verið bæði eitt erfiðasta og besta ár sem hann hafi upplifað. Hann segist þarna hafa náð tökum á tungumálinu og í framhaldinu haldið miklum samskiptum við vini sína og fjölskylduna þarna út. Í 2007 andanum „Ég fer síðan að vinna fyrir algjöra tilviljun hjá lyfjafyrirtækinu Actavis eða forstjóra fyrirtækisins Sigurð Óla Ólafsson og hann segir við mig, sem er mjög íslenskt, heyrðu Bolli varst þú ekki skiptinemi í Japan? Og ég segi jú. Þá segir hann, Japan er næststærsti lyfjamarkaður í heimi og þú verður að fara með okkur inn á Japansmarkað. Þetta var árið 2007 og svona í 2007 andanum. Ég fer til Japans og hitti þar gríðarlega færan ráðgjafa sem hjálpaði okkur að stofna sameiginlegt fyrirtæki með dótturfyrirtæki stærsta lyfjafyrirtæki Japans og kom þannig Actavis inn á Japansmarkað.“ Hann segist í kjölfarið hafa stofnað eigið fyrirtæki árið 2010 sem heitir Takanawa og fór hann að gera það sama, að hjálpa erlendum lyfjafyrirtækjum að komast inn á Japansmarkað. „Ég hef verið að reka þetta fyrirtæki sem er 10-12 manna og er aðallega að starfa á lyfjamarkaði en hefur vaxið yfir í ýmislegt annað,“ segir Bolli og bætir við að fyrirtækið hafi einnig starfað með MS við að koma íslenska skyrinu Ísey Skyr á Japansmarkað eða um í 50 þúsund matvöruverslanir. Fyrirtæki Bolla aðstoðaði til að mynda íslenska ríkið að skaffa sýnatökupinna þegar vöntun var á þeim í miðjum heimsfaraldri. „Í vor þegar þetta mál kom upp settum við eiginlega öll okkar viðskipti á hlið og ætluðum að reyna leggja okkar að mörkum. Við sem sagt aðstoðuðum Landspítala við tvennt, að fá 60 þúsund sýnatökupinna og áttum stóran þátt í því að fá japanskt lyf til Íslands sem heitir Avigan sem nýtist í baráttunni við Covid. Við náðum að fá tólf þúsund töflur af því til Íslands og er minn skilningur að það hafi nýst rosalega vel í baráttunni.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Íslendingar erlendis Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Sjá meira
„Ég var það heillaður að ég hugsaði að ég hér myndi ég vilja búa. Síðan eftir fyrsta árið í Menntaskólanum við Reykjavík ákvað ég að fara þangað út sem skiptinemi. Hafði ákveðnar hugmyndir um að ég gæti farið aftur til Tókýó en endaði á því að fara til Fukushima og endaði á svæði þar sem var ekkert nema hrísgrjónaakrar og ég held að ég hafi verið eini útlendingurinn á tvö hundruð kílómetra radíus. Skiptinemafjölskyldan var frábær en pabbinn var svona af gamla skólanum. Ég æfði þarna fótbolta og hann bannaði mér að spila fótbolta, ég mátti ekki hitta vini mína eða stelpur og ég var í raun bara að læra japönsku allan tímann. Svo eftir skólann var ég sendur rakleiðis heim og þar beið mín afinn sem var gamall skólastjóri og skriðdrekaforingi í seinni heimsstyrjöldinni og hann lét mig skrifa dagbók á japönsku.“ Bolli segir að þetta hafi verið bæði eitt erfiðasta og besta ár sem hann hafi upplifað. Hann segist þarna hafa náð tökum á tungumálinu og í framhaldinu haldið miklum samskiptum við vini sína og fjölskylduna þarna út. Í 2007 andanum „Ég fer síðan að vinna fyrir algjöra tilviljun hjá lyfjafyrirtækinu Actavis eða forstjóra fyrirtækisins Sigurð Óla Ólafsson og hann segir við mig, sem er mjög íslenskt, heyrðu Bolli varst þú ekki skiptinemi í Japan? Og ég segi jú. Þá segir hann, Japan er næststærsti lyfjamarkaður í heimi og þú verður að fara með okkur inn á Japansmarkað. Þetta var árið 2007 og svona í 2007 andanum. Ég fer til Japans og hitti þar gríðarlega færan ráðgjafa sem hjálpaði okkur að stofna sameiginlegt fyrirtæki með dótturfyrirtæki stærsta lyfjafyrirtæki Japans og kom þannig Actavis inn á Japansmarkað.“ Hann segist í kjölfarið hafa stofnað eigið fyrirtæki árið 2010 sem heitir Takanawa og fór hann að gera það sama, að hjálpa erlendum lyfjafyrirtækjum að komast inn á Japansmarkað. „Ég hef verið að reka þetta fyrirtæki sem er 10-12 manna og er aðallega að starfa á lyfjamarkaði en hefur vaxið yfir í ýmislegt annað,“ segir Bolli og bætir við að fyrirtækið hafi einnig starfað með MS við að koma íslenska skyrinu Ísey Skyr á Japansmarkað eða um í 50 þúsund matvöruverslanir. Fyrirtæki Bolla aðstoðaði til að mynda íslenska ríkið að skaffa sýnatökupinna þegar vöntun var á þeim í miðjum heimsfaraldri. „Í vor þegar þetta mál kom upp settum við eiginlega öll okkar viðskipti á hlið og ætluðum að reyna leggja okkar að mörkum. Við sem sagt aðstoðuðum Landspítala við tvennt, að fá 60 þúsund sýnatökupinna og áttum stóran þátt í því að fá japanskt lyf til Íslands sem heitir Avigan sem nýtist í baráttunni við Covid. Við náðum að fá tólf þúsund töflur af því til Íslands og er minn skilningur að það hafi nýst rosalega vel í baráttunni.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Íslendingar erlendis Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Sjá meira