Innlent

Gáfu forseta Íslands Alþingishátíðarstell frá 1930

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðni Th. Jóhannesson forseti stillti sér upp á mynd með hjónunum Áslaugu og Ragnari. Stellið forláta má sjá í forgrunni.
Guðni Th. Jóhannesson forseti stillti sér upp á mynd með hjónunum Áslaugu og Ragnari. Stellið forláta má sjá í forgrunni. Forseti.is

Ragnar Önundarson, fyrrverandi bankastjóri og bankamaður, og eiginkona hans Áslaug Þorgeirsdóttir, sem kenndi heimilisfræði við Hofstaðaskóla um árabil, færðu embætti forseta Íslands veglega gjöf á dögunum. Fjallað var um gjöfina á vef embættisins í gær.

Um er að ræða Alþingishátíðarstell sem verður varðveitt á Bessastöðum. Hátíðarstellið var framleitt í tilefni Alþingishátíðarinnar 1930 þegar þess var minnst að þúsund ár töldust frá stofnun Alþingis á Þingvöllum.

Vorið 2018 gáfu börn og aðrir vandamenn Gísla Konráðssonar og Sólveigar Axelsdóttur stell sömu gerðar og er það nýtt á Staðastað, skrifstofu embættisins við Sóleyjargötu í Reykjavík.

Á vef Forseta Íslands segir að Áslaug og Ragnar hafi áður komið færandi hendi til Bessastaða. Á fullveldisdaginn 1. desember 2010 afhentu afkomendur Ragnars Ásgeirssonar (bróður Ásgeirs Ásgeirssonar forseta) embætti forseta og Þjóðminjasafninu skrifpúlt Sveinbjarnar Egilssonar, skálds og kennara við Bessastaðaskóla.

Ragnar keypti púltið á sínum tíma af Einari Benediktssyni skáldi en síðar var það í eigu Ragnars Önundarsonar, systursonar hans. Skrifpúltið stendur nú á efri hæð Bessastaðastofu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.