Ósammála um refsingu fyrir að afneita Helförinni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. janúar 2021 20:52 Rósa Björk og Helgi Hrafn eru sammála um vandamálið, en ekki um lausnina. vísir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði í dag ásamt fleiri þingmönnum fram frumvarp til laga sem myndu gera það refsivert að afneita Helförinni. Refsingin gæti numið allt að tveggja ára fangelsi. Þingmaður Pírata er mótfallinn frumvarpinu. Rósa Björk segist telja þörf á frumvarpinu vegna þróunar mála erlendis. „Við höfum séð ógnvænlega þróun eiga sér stað síðastliðin tvö ár í Evrópu, þar sem hatursglæpum hefur fjölgað á ógnarhraða. Byggðum á gyðingaandúð og hatursorðræðu í garð trúar- og minnihlutahópa,“ sagði Rósa Björk í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir þá ástæðu þess að hún, ásamt öðrum þingmönnum, lagði fram frumvarpið séu atburðirnir sem áttu sér stað í höfuðborg Bandaríkjanna þann 6. janúar. „Þegar hægri öfgamenn ruddu sér leið inn í bandaríska þinghúsið, hvar margir þeirra voru með gyðingaandúðarmerki og boli með upphafningu á sér, merktir þessum áróðri,“ segir Rósa Björk. Sammála um markmiðið en ekki aðferðina Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tekur undir áhyggjur Rósu Bjarkar af vandamálinu sem gyðingaandúð er. Hann telur hins vegar að bann við afneitun Helfararinnar sé ekki lausnin. „Vandamálið sem Rósa Björk talar um er mjög raunverulegt. Það er uppgangur nýfasisma í gangi og við eigum að taka það alvarlega og fara að horfast í augu við það. Það er eitt af mikilvægustu málum nútímans. Áhyggjur mínar þegar kemur að frumvarpi þessu, og sambærilegum lögum, er að það sé vatn á myllu nýfasistanna sjálfra,“ segir Helgi Hrafn. Hann óttist að lögin geti snúist í höndunum á þeim sem vilja berjast gegn uppgangi nýfasisma og nýnasisma. Helgi telur að með setningu slíkra laga verði auðveldara fyrir nýfasista að selja málstað sinn og stunda nýliðun, og réttlæta málstað sinn, sem Helgi segir fáránlegan og ógeðslegan. „Við erum alveg sammála um markmiðið og vissulega vandamálið. En það skiptir máli hvernig er barist gegn nýfasismanum og ég tel þetta einfaldlega vera mistök, að gera þetta með þessum hætti,“ segir Helgi Hrafn. Alþingi Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Leggja til að afneitun helfararinnar verði bönnuð Frumvarp sem leggur til bann við afneitun helfararinnar var lagt fram á Alþingi í dag. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingar, er flutningsmaður frumvarpsins en þingflokkur Samfylkingar, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og Andrés Ingi Jónsson, sem er utan flokka, standa einnig að málinu. 19. janúar 2021 15:51 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Rósa Björk segist telja þörf á frumvarpinu vegna þróunar mála erlendis. „Við höfum séð ógnvænlega þróun eiga sér stað síðastliðin tvö ár í Evrópu, þar sem hatursglæpum hefur fjölgað á ógnarhraða. Byggðum á gyðingaandúð og hatursorðræðu í garð trúar- og minnihlutahópa,“ sagði Rósa Björk í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir þá ástæðu þess að hún, ásamt öðrum þingmönnum, lagði fram frumvarpið séu atburðirnir sem áttu sér stað í höfuðborg Bandaríkjanna þann 6. janúar. „Þegar hægri öfgamenn ruddu sér leið inn í bandaríska þinghúsið, hvar margir þeirra voru með gyðingaandúðarmerki og boli með upphafningu á sér, merktir þessum áróðri,“ segir Rósa Björk. Sammála um markmiðið en ekki aðferðina Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tekur undir áhyggjur Rósu Bjarkar af vandamálinu sem gyðingaandúð er. Hann telur hins vegar að bann við afneitun Helfararinnar sé ekki lausnin. „Vandamálið sem Rósa Björk talar um er mjög raunverulegt. Það er uppgangur nýfasisma í gangi og við eigum að taka það alvarlega og fara að horfast í augu við það. Það er eitt af mikilvægustu málum nútímans. Áhyggjur mínar þegar kemur að frumvarpi þessu, og sambærilegum lögum, er að það sé vatn á myllu nýfasistanna sjálfra,“ segir Helgi Hrafn. Hann óttist að lögin geti snúist í höndunum á þeim sem vilja berjast gegn uppgangi nýfasisma og nýnasisma. Helgi telur að með setningu slíkra laga verði auðveldara fyrir nýfasista að selja málstað sinn og stunda nýliðun, og réttlæta málstað sinn, sem Helgi segir fáránlegan og ógeðslegan. „Við erum alveg sammála um markmiðið og vissulega vandamálið. En það skiptir máli hvernig er barist gegn nýfasismanum og ég tel þetta einfaldlega vera mistök, að gera þetta með þessum hætti,“ segir Helgi Hrafn.
Alþingi Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Leggja til að afneitun helfararinnar verði bönnuð Frumvarp sem leggur til bann við afneitun helfararinnar var lagt fram á Alþingi í dag. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingar, er flutningsmaður frumvarpsins en þingflokkur Samfylkingar, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og Andrés Ingi Jónsson, sem er utan flokka, standa einnig að málinu. 19. janúar 2021 15:51 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Leggja til að afneitun helfararinnar verði bönnuð Frumvarp sem leggur til bann við afneitun helfararinnar var lagt fram á Alþingi í dag. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingar, er flutningsmaður frumvarpsins en þingflokkur Samfylkingar, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og Andrés Ingi Jónsson, sem er utan flokka, standa einnig að málinu. 19. janúar 2021 15:51