Lífið

Búið spil hjá Ben Affleck og Ana de Armas

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ben Affleck og Ana de Armas í New Orleans í nóvember á síðusta ári.
Ben Affleck og Ana de Armas í New Orleans í nóvember á síðusta ári. Vísir/MEGA/GC Images

Leikarinn Ben Affleck og leikkonan Ana de Armas hafa ákveðið að fara í sitthvora áttina en þau höfðu verið í ástarsambandi í um eitt ár.

Affleck og de Armas kynntust þegar þau unnu saman að kvikmyndinni Deep Water sem tekin var upp í New Orleans í mars á síðasta ári.

Parið eyddi sumrinu saman í Los Angeles og voru farin að búa saman. Tímaritið People greinir frá því að de Armas hafi endað sambandið sjálf og mun ástæðan að stórum hluta vera að hún hafi ekki áhuga á því að búa í Los Angeles. Ben Affleck býr þar til að vera nálægt börnunum sínum en hann á tvær dætur með leikkonunni Jennifer Garner.

 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.