Hrósaði eins mörgum og hann gat á tveimur mínútum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. janúar 2021 14:32 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Ég ætla að gera dálítið stílbrot hér í þessari stuttu ræðu og hrósa eins mörgum og ég get á tveimur mínútum,“ sagði Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í nokkuð óhefðbundinni lofræðu í umræðum um störf Alþingis í dag. „Ég vil byrja á sóttvarnaryfirvöldum sem hafa staðið sig með miklum fádæmum vel. Það hefur allt gengið vel, allt gengið eftir,“ sagði Páll. Velgengnin sé augljós óháð mælikvarða. „Tíðni nýsmita, hörkustig aðgerða, mælt í dauðsföllum. Það er gert á ýmsa mælikvarða víðs vegar í Evrópu og það er alveg sama hvaða mælikvarði er notaður. Við erum að skora hæst eða með þeim hæstu á þeim öllum.“ Helst mætti kvarta yfir pöntun og afgreiðslu á bóluefnum í samstarfi við Evrópusambandið. „En ég get upplýst það hér að ég hef rökstuddan grun um að það standi til bóta núna alveg á næstunni.“ Einnig mætti hrósa ráðstöfunum í efnahagsmálum. „Flestar, ef ekki allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa náð eða eru að ná tilætluðum árangri með örfáum undantekningum.“ Rík ástæða til að gleðjast Þá sagði Páll að hægt væri að gleðjast yfir fleiru í efnahagsmálum. „Ríkisstjórnin, og við í þinginu, bárum gæfu til þess fyrir nokkrum vikum að auka á það fé sem ætlað er til loðnurannsókna um smávægilega upphæð og nú stefnir í að við getum fengið hér loðnuvertíð upp á tuttugu til þrjátíu milljarða króna eftir tvö loðnulaus ár.“ Í lok hvatningaræðunnar sagði Páll ríka ástæðu til að gleðjast. „Og fagna ýmsum jákvæðum merkjum sem við horfum á þessa dagana.“ Klippa: Páll Magnússon hrósar í tvær mínútur Alþingi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
„Ég vil byrja á sóttvarnaryfirvöldum sem hafa staðið sig með miklum fádæmum vel. Það hefur allt gengið vel, allt gengið eftir,“ sagði Páll. Velgengnin sé augljós óháð mælikvarða. „Tíðni nýsmita, hörkustig aðgerða, mælt í dauðsföllum. Það er gert á ýmsa mælikvarða víðs vegar í Evrópu og það er alveg sama hvaða mælikvarði er notaður. Við erum að skora hæst eða með þeim hæstu á þeim öllum.“ Helst mætti kvarta yfir pöntun og afgreiðslu á bóluefnum í samstarfi við Evrópusambandið. „En ég get upplýst það hér að ég hef rökstuddan grun um að það standi til bóta núna alveg á næstunni.“ Einnig mætti hrósa ráðstöfunum í efnahagsmálum. „Flestar, ef ekki allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa náð eða eru að ná tilætluðum árangri með örfáum undantekningum.“ Rík ástæða til að gleðjast Þá sagði Páll að hægt væri að gleðjast yfir fleiru í efnahagsmálum. „Ríkisstjórnin, og við í þinginu, bárum gæfu til þess fyrir nokkrum vikum að auka á það fé sem ætlað er til loðnurannsókna um smávægilega upphæð og nú stefnir í að við getum fengið hér loðnuvertíð upp á tuttugu til þrjátíu milljarða króna eftir tvö loðnulaus ár.“ Í lok hvatningaræðunnar sagði Páll ríka ástæðu til að gleðjast. „Og fagna ýmsum jákvæðum merkjum sem við horfum á þessa dagana.“ Klippa: Páll Magnússon hrósar í tvær mínútur
Alþingi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira