Vill að borgin taki á móti fórnarlömbum mansals líkt og rithöfundum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. janúar 2021 12:17 Sanna Magdalega Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista. vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins telur að Reykjavíkurborg ætti að beita sér fyrir móttöku fórnarlamba mansals í leit að vernd hér á landi. Sérstök umræða um mansal fer fram í borgarstjórn í dag. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista, fór fram á umræðuna í borgarstjórn. „Þó svo að Reykjavíkurborg fari ekki með málefni Útlendingastofnunar finnst mér mikilvægt að Reykjavíkborg, sem þá höfuðborg landsins og stærsta sveitarfélagið, láti heyra í sér varðandi þessi mál og þrýsti á að mannúð sé höfð að leiðarljósi í þessum málefnum.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku var rætt við Blessing Newton sem búið hefur á Íslandi í tvö ár. Hún segist hafa verið seld mansali til Ítalíu 2016 og síðan flúið hingað til lands. Hún stendur nú frammi fyrir brottvísun og hefur verið synjað um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, bæði hjá Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála. Verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð óttast að stór hluti kvenna frá Nígeríu sem óskað hefur eftir vernd hér á landi hafi einnig verið seldar í mansal. Sanna bendir á að sambærileg mál komi endurtekið upp. „Þarna er kona sem er að flýja þessar hörmulegu aðstæður og leitar hingað til lands. Það er svo ömurlegt að sjá að á landi sem kennir sig við jafnrétti sé síðan ekkert í boði. Við ættum að geta brugðist betur við í svona kringumstæðum.“ Hún leggur til að borgin taki upp viðræður við ríkið um mögulega aðstoð við fórnarlömb mansals í leit að alþjóðlegri vernd. Aðstoð sem væri þá veitt í samvinnu við ríkið og Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. „Til dæmis hefur Reykjavíkurborg verið með verkefni þar sem hún er að taka á móti rithöfundum sem ekki geta verið í sínu heimalandi. Það er spurning hvort borgin geti tekið upp svipað verkefni. Þetta er náttúrulega alls ekki eins. Staða þeirra sem eru að koma frá frá öðrum löndum í leit af öryggi vegna mansals er ekki eins, en við eigum að geta boðið fólki upp á aðstoð og þann stuðning sem það þarf á að halda.“ Hún telur að Reykjavíkurborg eigi að geta haft áhrif í málaflokknum. „Ég tel að við getum alveg látið í okkur heyra, um hvort okkur finnist þetta vera mannúðleg stefna sem rekin er a vegum ríkisins, persónulega finnst mér það ekki.“ Flóttamenn Reykjavík Hælisleitendur Borgarstjórn Sósíalistaflokkurinn Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista, fór fram á umræðuna í borgarstjórn. „Þó svo að Reykjavíkurborg fari ekki með málefni Útlendingastofnunar finnst mér mikilvægt að Reykjavíkborg, sem þá höfuðborg landsins og stærsta sveitarfélagið, láti heyra í sér varðandi þessi mál og þrýsti á að mannúð sé höfð að leiðarljósi í þessum málefnum.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku var rætt við Blessing Newton sem búið hefur á Íslandi í tvö ár. Hún segist hafa verið seld mansali til Ítalíu 2016 og síðan flúið hingað til lands. Hún stendur nú frammi fyrir brottvísun og hefur verið synjað um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, bæði hjá Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála. Verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð óttast að stór hluti kvenna frá Nígeríu sem óskað hefur eftir vernd hér á landi hafi einnig verið seldar í mansal. Sanna bendir á að sambærileg mál komi endurtekið upp. „Þarna er kona sem er að flýja þessar hörmulegu aðstæður og leitar hingað til lands. Það er svo ömurlegt að sjá að á landi sem kennir sig við jafnrétti sé síðan ekkert í boði. Við ættum að geta brugðist betur við í svona kringumstæðum.“ Hún leggur til að borgin taki upp viðræður við ríkið um mögulega aðstoð við fórnarlömb mansals í leit að alþjóðlegri vernd. Aðstoð sem væri þá veitt í samvinnu við ríkið og Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. „Til dæmis hefur Reykjavíkurborg verið með verkefni þar sem hún er að taka á móti rithöfundum sem ekki geta verið í sínu heimalandi. Það er spurning hvort borgin geti tekið upp svipað verkefni. Þetta er náttúrulega alls ekki eins. Staða þeirra sem eru að koma frá frá öðrum löndum í leit af öryggi vegna mansals er ekki eins, en við eigum að geta boðið fólki upp á aðstoð og þann stuðning sem það þarf á að halda.“ Hún telur að Reykjavíkurborg eigi að geta haft áhrif í málaflokknum. „Ég tel að við getum alveg látið í okkur heyra, um hvort okkur finnist þetta vera mannúðleg stefna sem rekin er a vegum ríkisins, persónulega finnst mér það ekki.“
Flóttamenn Reykjavík Hælisleitendur Borgarstjórn Sósíalistaflokkurinn Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira