Óttast að Samfylkingin fremji ódæðisverk gegn óvirkum alkóhólistum Eiður Þór Árnason skrifar 18. janúar 2021 18:08 Birgir Dýrfjörð segir mikla illsku komna í uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar. Samfylkingin Birgir Dýrfjörð, sem situr í flokksstjórn Samfylkingarinnar, segir að hans eigin reynsla af alkóhólisma og vanmætti sínum gagnvart áfengi hafi litað ákvörðun hans um að segja sig úr uppstillingarnefnd flokksins. Hann segist óttast að Samfylkingin „fremji nú það ódæðisverk gegn óvirkum alkóhólistum“ að dæma þá brottræka og vanhæfa með þeim rökum að þeir séu ekki traustsins verðir vegna fyrri hegðunar í ölæði. Þetta segir hann í yfirlýsingu þar sem hann greinir frá því hvers vegna hann hætti í uppstillingarnefnd flokksins fyrir næstu alþingiskosningar. Hann vill þó ekki gefa upp hvað leiddi nákvæmlega til þess að hann gekk á dyr og ber fyrir sig þagnarskyldu. Átök innan flokksins Vísir greindi frá því fyrr í dag að veruleg ólga væri innan Samfylkingarinnar í tengslum við stöðu Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns á lista flokksins í komandi kosningum. Þess ber að geta að skjalið með yfirlýsingu Birgis til fjölmiðla ber titilinn „Yfirlýsing v. Ág.Ól.“ Má gera fastlega ráð fyrir því að þar sé átt við Ágúst. Ágúst Ólafur hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni, sem hann gekkst við og leitaði hann sér svo hjálpar hjá SÁÁ vegna áfengisvanda síns. Birgir yfirgaf fund uppstillingarnefndarinnar á laugardaginn. „Það var komin svo mikil illska í þetta að ég þoldi ekki við og fór út. Þetta var orðið svo ljótt og illt að ég gat ekki setið í þessu hópi lengur,“ sagði Birgir í samtali við Vísi fyrr í dag en vildi þá líkt og nú ekki staðfesta hvort málið snúist um stöðu Ágústs Ólafs í flokknum. Fram hefur komið að hann var ekki á meðal fimm efstu í skoðanakönnun sem haldin var meðal félaga í Samfylkingunni í Reykjavík í desember. Uppstillingarnefnd hefur niðurstöðurnar til hliðsjónar við uppröðun sína. Verið edrú í 40 ár Birgir segir í yfirlýsingu að hann taki þróun mála mjög nærri sér. „Ég hef oft lent í því að drekka mig úr karakter, og ausa svívirðingum og tilhæfulausum ásökunum yfir fólk,“ segir hann í yfirlýsingu. Birgir bætir við að á komandi sumri séu liðin 40 ár frá því hann viðurkenndi vanmátt sinn gagnvart áfengi. Í kjölfarið hafi hann leitað sér aðstoðar vegna vanda síns sem hafi dugað honum í 40 óslitin áfengislaus ár. „Ég er svo lánsamur að hafa umgengist gott fólk, sem aldrei hefur núið mér því um nasir, hve oft ég varð mér til skammar drukkinn. En það breytir ekki því að ég tek mjög nærri mér þegar væn manneskja hefur leitað sér lækningar, og sannanlega náð góðum bata, og bætt ráð sitt, er dæmd vanhæf og brottrekin með þeim rökum, að hún sé ekki traustsins verð vegna fyrri hegðunar í ölæði. Það finnst mér skelfilegt ódæðisverk gegn óvirkum alkóhólistum,“ segir Birgir. Hann segist óttast að Samfylkingin fremji nú það ódæðisverk. „Þar vil ég ekki vera. Því segi ég af mér - og get ekki annað.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Fíkn Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Hann segist óttast að Samfylkingin „fremji nú það ódæðisverk gegn óvirkum alkóhólistum“ að dæma þá brottræka og vanhæfa með þeim rökum að þeir séu ekki traustsins verðir vegna fyrri hegðunar í ölæði. Þetta segir hann í yfirlýsingu þar sem hann greinir frá því hvers vegna hann hætti í uppstillingarnefnd flokksins fyrir næstu alþingiskosningar. Hann vill þó ekki gefa upp hvað leiddi nákvæmlega til þess að hann gekk á dyr og ber fyrir sig þagnarskyldu. Átök innan flokksins Vísir greindi frá því fyrr í dag að veruleg ólga væri innan Samfylkingarinnar í tengslum við stöðu Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns á lista flokksins í komandi kosningum. Þess ber að geta að skjalið með yfirlýsingu Birgis til fjölmiðla ber titilinn „Yfirlýsing v. Ág.Ól.“ Má gera fastlega ráð fyrir því að þar sé átt við Ágúst. Ágúst Ólafur hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni, sem hann gekkst við og leitaði hann sér svo hjálpar hjá SÁÁ vegna áfengisvanda síns. Birgir yfirgaf fund uppstillingarnefndarinnar á laugardaginn. „Það var komin svo mikil illska í þetta að ég þoldi ekki við og fór út. Þetta var orðið svo ljótt og illt að ég gat ekki setið í þessu hópi lengur,“ sagði Birgir í samtali við Vísi fyrr í dag en vildi þá líkt og nú ekki staðfesta hvort málið snúist um stöðu Ágústs Ólafs í flokknum. Fram hefur komið að hann var ekki á meðal fimm efstu í skoðanakönnun sem haldin var meðal félaga í Samfylkingunni í Reykjavík í desember. Uppstillingarnefnd hefur niðurstöðurnar til hliðsjónar við uppröðun sína. Verið edrú í 40 ár Birgir segir í yfirlýsingu að hann taki þróun mála mjög nærri sér. „Ég hef oft lent í því að drekka mig úr karakter, og ausa svívirðingum og tilhæfulausum ásökunum yfir fólk,“ segir hann í yfirlýsingu. Birgir bætir við að á komandi sumri séu liðin 40 ár frá því hann viðurkenndi vanmátt sinn gagnvart áfengi. Í kjölfarið hafi hann leitað sér aðstoðar vegna vanda síns sem hafi dugað honum í 40 óslitin áfengislaus ár. „Ég er svo lánsamur að hafa umgengist gott fólk, sem aldrei hefur núið mér því um nasir, hve oft ég varð mér til skammar drukkinn. En það breytir ekki því að ég tek mjög nærri mér þegar væn manneskja hefur leitað sér lækningar, og sannanlega náð góðum bata, og bætt ráð sitt, er dæmd vanhæf og brottrekin með þeim rökum, að hún sé ekki traustsins verð vegna fyrri hegðunar í ölæði. Það finnst mér skelfilegt ódæðisverk gegn óvirkum alkóhólistum,“ segir Birgir. Hann segist óttast að Samfylkingin fremji nú það ódæðisverk. „Þar vil ég ekki vera. Því segi ég af mér - og get ekki annað.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Fíkn Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira