Illska hlaupin í uppstillingarnefnd Samfylkingar Jakob Bjarnar skrifar 18. janúar 2021 10:48 Ágúst Ólafur Ágústsson á Alþingi. Tekist er á um stöðu hans innan flokksins. visir/vilhelm Birgir Dýrfjörð hefur sagt sig frá uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar en veruleg ólga er innan Samfylkingarinnar í tengslum við uppstillingu á lista fyrir komandi Alþingiskosningar. Átökin hverfast um stöðu Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns. Birgir Dýrfjörð, sem er formaður landsmálafélagsins Rósarinnar og situr sem slíkur í uppstillingarnefndinni, gekk á dyr á fundi á laugardaginn. Hann telur þingmanninn grátt leikinn. „Það var komin svo mikil illska í þetta að ég þoldi ekki við og fór út. Þetta var orðið svo ljótt og illt að ég gat ekki setið í þessu hópi lengur,“ segir Birgir í samtali við Vísi. Þrumuræða um stöðu alkóhólista Meira vill Birgir ekki segja við blaðamann né tilgreina nánar ástæður fyrir því að hann gekk á dyr. Birgir vísar til þess að þeir sem sitja í uppstillingarnefnd hafi gengist undir sérstakan þagnareið. En ekki sé hægt að meina honum að segja frá því hvernig honum líður. Birgir Dýrfjörð segir mikla illsku komna í uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar. Hann vill ekki tilgreina ástæður þess að hann gekk þar á dyr um helgina en samkvæmt heimildum Vísis telur hann það vond skilaboð Samfykingar til kjósenda að úthýsa Ágústi Ólafi Ágústssyni þingmanni.Samfylkingin Samkvæmt heimildum Vísis hélt Birgir skammaræðu áður en hann yfirgaf fundinn. Að efni til var hún um hvort það væri virkilega svo að Samfylkingin ætlaði að standa fyrir það að þeim sem orðið hefur á vegna áfengissjúkdóms síns, og hefðu gert eitthvað í sínum málum, ættu ekki afturkvæmt? Þarna er vísað til þess þegar Ágúst Ólafur var sakaður um kynferðislega áreitni, sem hann gekkst við og leitaði sér þá hjálpar hjá SÁÁ vegna áfengisvanda síns. Sérstök siðanefnd Samfylkingarinnar fjallaði um málið og virtist sem helstu flokksstofnanir hafi talið málið afgreitt en það var geymt en ekki gleymt samkvæmt þessu. Ungliðarnir vilja Ágúst Ólaf út Heimildir Vísis herma að Birgir telji það ekki vænlegt til árangurs er Samfylkingin ætlar sér að senda þau skilaboð til þeirra þúsunda áfengissjúklinga, og fjölskyldna þeirra, fyrir komandi kosningar. Eftir því sem Vísir kemst næst er uppi eindregin krafa, einkum meðal ungliðahreyfingarinnar og femínista sem studdu Heiðu B. Hilmarsdóttur eindregið í varaformannskjöri þar sem hún hafði betur gegn Helgu Völu Helgadóttur, að Ágúst Ólafur verði látinn taka poka sinn. Farin var sú leið að uppstillinganefndin setti saman hóp fólks og efndi til skoðanakönnunar meðal félaga í Samfylkingunni um hverja þeir vildi helst sjá í efstu sætum. Ekki stóð til að birta niðurstöður þeirrar könnunar en það hlýtur að teljast nokkur bjartsýni að ætla að niðurstaðan myndi ekki leka til fjölmiðla, sem og varð raunin. Í þeirri könnun var Ágúst Ólafur ekki einn hinna fimm efstu. Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Ekkert prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík Samfylkingin í Reykjavík kallar eftir tilnefningum fyrir framboðslista flokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar á næsta ári. Ákveðið hefur verið að listi verði ákvarðaður með uppstillingu en ekki prófkjöri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samfylkingunni í Reykjavík. 29. nóvember 2020 17:06 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sjá meira
Átökin hverfast um stöðu Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns. Birgir Dýrfjörð, sem er formaður landsmálafélagsins Rósarinnar og situr sem slíkur í uppstillingarnefndinni, gekk á dyr á fundi á laugardaginn. Hann telur þingmanninn grátt leikinn. „Það var komin svo mikil illska í þetta að ég þoldi ekki við og fór út. Þetta var orðið svo ljótt og illt að ég gat ekki setið í þessu hópi lengur,“ segir Birgir í samtali við Vísi. Þrumuræða um stöðu alkóhólista Meira vill Birgir ekki segja við blaðamann né tilgreina nánar ástæður fyrir því að hann gekk á dyr. Birgir vísar til þess að þeir sem sitja í uppstillingarnefnd hafi gengist undir sérstakan þagnareið. En ekki sé hægt að meina honum að segja frá því hvernig honum líður. Birgir Dýrfjörð segir mikla illsku komna í uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar. Hann vill ekki tilgreina ástæður þess að hann gekk þar á dyr um helgina en samkvæmt heimildum Vísis telur hann það vond skilaboð Samfykingar til kjósenda að úthýsa Ágústi Ólafi Ágústssyni þingmanni.Samfylkingin Samkvæmt heimildum Vísis hélt Birgir skammaræðu áður en hann yfirgaf fundinn. Að efni til var hún um hvort það væri virkilega svo að Samfylkingin ætlaði að standa fyrir það að þeim sem orðið hefur á vegna áfengissjúkdóms síns, og hefðu gert eitthvað í sínum málum, ættu ekki afturkvæmt? Þarna er vísað til þess þegar Ágúst Ólafur var sakaður um kynferðislega áreitni, sem hann gekkst við og leitaði sér þá hjálpar hjá SÁÁ vegna áfengisvanda síns. Sérstök siðanefnd Samfylkingarinnar fjallaði um málið og virtist sem helstu flokksstofnanir hafi talið málið afgreitt en það var geymt en ekki gleymt samkvæmt þessu. Ungliðarnir vilja Ágúst Ólaf út Heimildir Vísis herma að Birgir telji það ekki vænlegt til árangurs er Samfylkingin ætlar sér að senda þau skilaboð til þeirra þúsunda áfengissjúklinga, og fjölskyldna þeirra, fyrir komandi kosningar. Eftir því sem Vísir kemst næst er uppi eindregin krafa, einkum meðal ungliðahreyfingarinnar og femínista sem studdu Heiðu B. Hilmarsdóttur eindregið í varaformannskjöri þar sem hún hafði betur gegn Helgu Völu Helgadóttur, að Ágúst Ólafur verði látinn taka poka sinn. Farin var sú leið að uppstillinganefndin setti saman hóp fólks og efndi til skoðanakönnunar meðal félaga í Samfylkingunni um hverja þeir vildi helst sjá í efstu sætum. Ekki stóð til að birta niðurstöður þeirrar könnunar en það hlýtur að teljast nokkur bjartsýni að ætla að niðurstaðan myndi ekki leka til fjölmiðla, sem og varð raunin. Í þeirri könnun var Ágúst Ólafur ekki einn hinna fimm efstu.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Ekkert prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík Samfylkingin í Reykjavík kallar eftir tilnefningum fyrir framboðslista flokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar á næsta ári. Ákveðið hefur verið að listi verði ákvarðaður með uppstillingu en ekki prófkjöri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samfylkingunni í Reykjavík. 29. nóvember 2020 17:06 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sjá meira
Ekkert prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík Samfylkingin í Reykjavík kallar eftir tilnefningum fyrir framboðslista flokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar á næsta ári. Ákveðið hefur verið að listi verði ákvarðaður með uppstillingu en ekki prófkjöri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samfylkingunni í Reykjavík. 29. nóvember 2020 17:06
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent