„Við getum ekki farið að slaka á meira núna“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. janúar 2021 08:01 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, óttast það helst að fólk fari nú að sleppa fram af sér beislinu og að það komi bakslag í faraldurinn. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki tímabært að fara að ræða tilslakanir á núverandi samkomutakmörkunum þrátt fyrir að reglur á landamærum hafi verið hertar og fáir hafi greinst með kórónuveiruna innanlands undanfarna daga. Núverandi reglugerð gildir til 17. febrúar og vonar Þórólfur að ekki þurfi að herða neitt á aðgerðum fyrir þann tíma. „Við getum ekki farið að slaka á meira núna. Nú þurfum við aðeins að halda út, við þurfum að halda áfram að bólusetja, við erum byrjaðir og erum að halda áfram núna í vikunni,“ sagði Þórólfur í Bítinu í morgun. Tæplega 5000 manns, framlínustarfsmenn í heilbrigðiskerfinu og íbúar á hjúkrunarheimilum, fá seinni bólusetningu í þessari viku. Þá kemur ný sending af bóluefni Pfizer í vikunni og þá verður byrjað að bólusetja aðra eldri borgara. Þórólfur vildi ekki tjá sig um það hvað við þyrftum að halda núverandi reglur lengi út heldur vísaði í gildistíma reglugerðarinnar. „Vonandi helst það. Það sem að ég er kannski hræddastur við er að menn fari að sleppa fram af sér beislinu, við förum að fá bakslag og þurfum að fara að herða. Það er það skelfilegasta sem gæti gerst. Þess vegna erum við alltaf að brýna fólk að passa sig áfram jafnvel þótt staðan sé svona góð. Við erum ennþá með smit úti í samfélaginu og veiran er bara að lúra og bíða eftir rétta tækifærinu til að geta sprottið fram. Hún hefur ekki gert það ennþá og vonandi gerir hún það ekki en það er það sem við erum hræddari við þangað til við fáum útbreiddari bólusetningu,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira
Núverandi reglugerð gildir til 17. febrúar og vonar Þórólfur að ekki þurfi að herða neitt á aðgerðum fyrir þann tíma. „Við getum ekki farið að slaka á meira núna. Nú þurfum við aðeins að halda út, við þurfum að halda áfram að bólusetja, við erum byrjaðir og erum að halda áfram núna í vikunni,“ sagði Þórólfur í Bítinu í morgun. Tæplega 5000 manns, framlínustarfsmenn í heilbrigðiskerfinu og íbúar á hjúkrunarheimilum, fá seinni bólusetningu í þessari viku. Þá kemur ný sending af bóluefni Pfizer í vikunni og þá verður byrjað að bólusetja aðra eldri borgara. Þórólfur vildi ekki tjá sig um það hvað við þyrftum að halda núverandi reglur lengi út heldur vísaði í gildistíma reglugerðarinnar. „Vonandi helst það. Það sem að ég er kannski hræddastur við er að menn fari að sleppa fram af sér beislinu, við förum að fá bakslag og þurfum að fara að herða. Það er það skelfilegasta sem gæti gerst. Þess vegna erum við alltaf að brýna fólk að passa sig áfram jafnvel þótt staðan sé svona góð. Við erum ennþá með smit úti í samfélaginu og veiran er bara að lúra og bíða eftir rétta tækifærinu til að geta sprottið fram. Hún hefur ekki gert það ennþá og vonandi gerir hún það ekki en það er það sem við erum hræddari við þangað til við fáum útbreiddari bólusetningu,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira