Innlent

Einn greindist með veiruna innan­lands og var í sótt­kví

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frá sýnatöku hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.
Frá sýnatöku hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm

 Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var í sóttkví.

Þá greindust fjórtán á landamærunum, samkvæmt bráðabirgðatölum almannavarna. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, við fréttastofu.

Í fyrradag greindist enginn með kórónuveiruna innanlands og fjórir á landamærunum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að lykillinn að því að halda faraldrinum niðri hér á landi sé að koma í veg fyrir að smit sleppi í gegn um landamærin.

Nú hefur verið tekin upp skimunarskylda á landamærunum. Allir sem koma hingað til lands þurfa að sæta skimun við komuna, því næst fimm til sex daga sóttkví og loks annarri skimun að því loknu. Áður var hægt að velja milli þess fyrirkomulags eða fjórtan daga sóttkvíar án skimunar en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli var mikið um fólk sem valdi seinni kostinn en ætlaði sér ekki að virða sóttkví.

Covid.is, upplýsingavefur almannavarna og Landlæknis um kórónuveirufaraldurinn, verður næst uppfærður klukkan ellefu á morgun.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.