Innlent

Allt með kyrrum kjörum á Seyðisfirði í nótt

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Mikið uppbyggingarstarf er framundan.
Mikið uppbyggingarstarf er framundan. Vísir/Egill

Fulltrúar almannavarna og sveitastjórnar Múlaþings funda um stöðuna á Seyðisfirði klukkan tíu. Á fimmta tug húsa voru rýmd á föstudaginn vegna úrkomuspár og óvissu um stöðugleika hlíðanna.

Úrkoma mældist innan við einn millimetra á Seyðisfirði í nótt og hefur hækkun vatnshæðar í borholum verið óveruleg. Fjarlægðarmælingar í speglum sýna engar vísbendingar um hreyfingar í Botnahlíð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni.

Þar segir jafnframt að ekki hafi orðið vart við hreyfingar í hlíðinni síðastliðinn sólarhring og að skriðuhætta verði metin í björtu í dag. Veðurspár gera ekki ráð fyrir mikilli rigningu í dag.

Á föstudaginn ákvað lögreglustjórinn á Austurlandi í samráði við Ríkislögreglustjóra og Veðurstofu Íslands að rýma á fimmta tug húsa á Seyðisfirði vegna úrkomuspár. 

Rýmingin var gerð í varúðarskyni vegna óvissu um stöðugleika hlíðanna í Botnabrún eftir skriðuföllin í desember. Ekki er vitað hvenær þeim sem gert var að yfirgefa hús sín á föstudag geta snúið aftur heim.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.