Nýsmituðum hefur heilt yfir farið fækkandi undanfarna daga; aðeins tveir greindust með veiruna tvo daga í röð í byrjun vikunnar. Þá greindust fimm með veiruna í fyrradag og loks enginn í dag.

Samkvæmt upplýsingum fráalmannavörnum eru rúmir fjórir mánuðir síðan enginn greindist innanlands síðast, eða þann 10. september. Þá var faraldurinn í talsverðri lægð en átti eftir að taka stórt stökk nokkrum dögum síðar. Enginn greindist vissulega meðveiruna á nýársdag en þá voru heldur engin sýni tekin.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stöðu faraldursins góða eins og er.
„Það er bara ánægjulegt að sjá að þessi þróun heldur áfram þrátt fyrir þessar tilslakanir 13. [janúar]. Við vonum við bara að allir passi sig áfram.“

Þórólfur segir framhaldið nú velta á því hvernig gangi á landamærum.
„Og ég held að með þessari nýju reglugerð um að allir þurfi að fara í skimun, og ef það gengur allt vel og eftirlitið gengur eins vel og við viljum þá erum við algjörlega að lágmarka áhættuna á því að veiran komist hér inn. En hvort hún geti gert það er erfitt að segja. Áhættan er aldrei núll þannig að það getur auðvitað gerst.“
