Rúmir fjórir mánuðir síðan enginn greindist síðast Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. janúar 2021 19:01 Hér sést þróun innanlandssmita síðan 10. september, þegar enginn greindist síðast, og fram til gærdagsins 15. janúar. Vísir/Sigrún Hrefna Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, í fyrsta sinn í rúma fjóra mánuði. Sóttvarnalæknir segir stöðuna á faraldrinum góða en allt velti nú á landamærunum. Nýsmituðum hefur heilt yfir farið fækkandi undanfarna daga; aðeins tveir greindust með veiruna tvo daga í röð í byrjun vikunnar. Þá greindust fimm með veiruna í fyrradag og loks enginn í dag. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Egill Samkvæmt upplýsingum fráalmannavörnum eru rúmir fjórir mánuðir síðan enginn greindist innanlands síðast, eða þann 10. september. Þá var faraldurinn í talsverðri lægð en átti eftir að taka stórt stökk nokkrum dögum síðar. Enginn greindist vissulega meðveiruna á nýársdag en þá voru heldur engin sýni tekin. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stöðu faraldursins góða eins og er. „Það er bara ánægjulegt að sjá að þessi þróun heldur áfram þrátt fyrir þessar tilslakanir 13. [janúar]. Við vonum við bara að allir passi sig áfram.“ Þórólfur segir framhaldið nú velta á því hvernig gangi á landamærum. „Og ég held að með þessari nýju reglugerð um að allir þurfi að fara í skimun, og ef það gengur allt vel og eftirlitið gengur eins vel og við viljum þá erum við algjörlega að lágmarka áhættuna á því að veiran komist hér inn. En hvort hún geti gert það er erfitt að segja. Áhættan er aldrei núll þannig að það getur auðvitað gerst.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kærkomið að losna við argaþrasið Starfsfólki Keflavíkurflugvallar hefur gengið vel að framfylgja nýrri skimunarskyldu á landamærum í dag. Yfirlögregluþjónn segir gott að losna við þjarkið sem oft fylgdi því að telja farþega á að velja skimun fram yfir sóttkví. 16. janúar 2021 17:47 Hitta reglulega ferðamenn sem ætla ekki að virða sóttkví eftir skimun Yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir talsvert um það að ferðamenn komi hingað til lands, fari í skimun á flugvellinum en hyggist greinilega ekki virða sóttkví að henni lokinni. Það segi sig sjálft þegar aðeins sé bókuð nokkurra daga ferð. 16. janúar 2021 12:30 Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Þetta hefur fréttastofa fengið staðfest frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. 16. janúar 2021 11:10 Segir aðgerðir á landamærum ekki geta verið mildari Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, segir að einhvern veginn þurfi að girða fyrir að fólk geti komist hjá því að sæta sóttkví. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í gær að frá og með deginum í dag yrði skylda fyrir þá sem koma til landsins að fara í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli. Þeim sem neita verður meinaður aðgangur að landinu. 16. janúar 2021 07:59 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
Nýsmituðum hefur heilt yfir farið fækkandi undanfarna daga; aðeins tveir greindust með veiruna tvo daga í röð í byrjun vikunnar. Þá greindust fimm með veiruna í fyrradag og loks enginn í dag. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Egill Samkvæmt upplýsingum fráalmannavörnum eru rúmir fjórir mánuðir síðan enginn greindist innanlands síðast, eða þann 10. september. Þá var faraldurinn í talsverðri lægð en átti eftir að taka stórt stökk nokkrum dögum síðar. Enginn greindist vissulega meðveiruna á nýársdag en þá voru heldur engin sýni tekin. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stöðu faraldursins góða eins og er. „Það er bara ánægjulegt að sjá að þessi þróun heldur áfram þrátt fyrir þessar tilslakanir 13. [janúar]. Við vonum við bara að allir passi sig áfram.“ Þórólfur segir framhaldið nú velta á því hvernig gangi á landamærum. „Og ég held að með þessari nýju reglugerð um að allir þurfi að fara í skimun, og ef það gengur allt vel og eftirlitið gengur eins vel og við viljum þá erum við algjörlega að lágmarka áhættuna á því að veiran komist hér inn. En hvort hún geti gert það er erfitt að segja. Áhættan er aldrei núll þannig að það getur auðvitað gerst.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kærkomið að losna við argaþrasið Starfsfólki Keflavíkurflugvallar hefur gengið vel að framfylgja nýrri skimunarskyldu á landamærum í dag. Yfirlögregluþjónn segir gott að losna við þjarkið sem oft fylgdi því að telja farþega á að velja skimun fram yfir sóttkví. 16. janúar 2021 17:47 Hitta reglulega ferðamenn sem ætla ekki að virða sóttkví eftir skimun Yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir talsvert um það að ferðamenn komi hingað til lands, fari í skimun á flugvellinum en hyggist greinilega ekki virða sóttkví að henni lokinni. Það segi sig sjálft þegar aðeins sé bókuð nokkurra daga ferð. 16. janúar 2021 12:30 Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Þetta hefur fréttastofa fengið staðfest frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. 16. janúar 2021 11:10 Segir aðgerðir á landamærum ekki geta verið mildari Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, segir að einhvern veginn þurfi að girða fyrir að fólk geti komist hjá því að sæta sóttkví. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í gær að frá og með deginum í dag yrði skylda fyrir þá sem koma til landsins að fara í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli. Þeim sem neita verður meinaður aðgangur að landinu. 16. janúar 2021 07:59 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
Kærkomið að losna við argaþrasið Starfsfólki Keflavíkurflugvallar hefur gengið vel að framfylgja nýrri skimunarskyldu á landamærum í dag. Yfirlögregluþjónn segir gott að losna við þjarkið sem oft fylgdi því að telja farþega á að velja skimun fram yfir sóttkví. 16. janúar 2021 17:47
Hitta reglulega ferðamenn sem ætla ekki að virða sóttkví eftir skimun Yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir talsvert um það að ferðamenn komi hingað til lands, fari í skimun á flugvellinum en hyggist greinilega ekki virða sóttkví að henni lokinni. Það segi sig sjálft þegar aðeins sé bókuð nokkurra daga ferð. 16. janúar 2021 12:30
Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Þetta hefur fréttastofa fengið staðfest frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. 16. janúar 2021 11:10
Segir aðgerðir á landamærum ekki geta verið mildari Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, segir að einhvern veginn þurfi að girða fyrir að fólk geti komist hjá því að sæta sóttkví. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í gær að frá og með deginum í dag yrði skylda fyrir þá sem koma til landsins að fara í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli. Þeim sem neita verður meinaður aðgangur að landinu. 16. janúar 2021 07:59