Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hádegisfréttirnar hefjast klukkan tólf.
Hádegisfréttirnar hefjast klukkan tólf. vísir

Hádegisfréttir eru í beinni útsendingu á slaginu tólf.

Þar verður fjallað um banaslys sem varð í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi í gær, en kona á þrítugsaldri lést á gjörgæsludeild Landspítalans í gærkvöldi eftir að bíll sem hún var í ásamt fjölskyldu sinni fór í sjóinn.

Við tökum stöðuna á Seyðisfirði þar sem rýming hefur verið í gildi eftir að veðurspá gerði ráð fyrir aukinni úrkomu á Austurlandi, með aukinni hættu á skriðuföllum.

Eins fjöllum við um meint líkindi með árásinni á þinghús Bandaríkjanna fyrr í þessum mánuði og búsáhaldabyltingunni en að undanförnu hafa einhverjir sagt líkindin mikil, meðan aðrir telja það alrangt.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×