Enginn greindist og sóttkví aflétt af hjartadeild Landspítalans Atli Ísleifsson skrifar 13. janúar 2021 13:06 Sjúklingur á hjartadeild Landspítalans greindist með Covid-19 síðdegis í gær. Vísir/Vilhelm Niðurstöður úr Covid-19 skimun allra sjúklinga og meirihluta starfsfólks hjartadeildar Landspítala liggja núna fyrir og eru allar neikvæðar. Frá þessu segir í tilkynningu frá Landspítala og kemur fram að nú sé ljóst að ekki sé um útbreitt smit á deildinni, 14 EG við Hringbraut, að ræða. Sjúklingur á deildinni greindist með Covid-19 í gær. „Af því tilefni hefur farsóttanefnd spítalans ákveðið að aflétta sóttkví af deildinni og starfsfólki hennar. Hjartadeild tekur nú við innlögnum á nýjan leik og starfsemin þar verður með eðlilegum hætti frá og með kl. 13:00, miðvikudaginn 13. janúar. Jákvæð niðurstaða um smit kom upp á hjartadeild í gær, þriðjudaginn 12. janúar, við hefðbundna öryggisskimun sjúklings fyrir útskrift. Þetta var alvarlegur atburður í starfsemi Landspítala og viðbragðið í kjölfarið umfangsmikið, útbreitt og viðeigandi. Skjótt viðbragð Landspítala og viðamiklar öryggisráðstafanir til að vernda sjúklinga og starfsfólk hafa nú leitt af sér þessa niðurstöðu. Málið var leitt til lykta á innan við sólarhring af vel þjálfuðu starfsfólki og vísindamönnum Landspítala. Um 200 skimanir af starfsfólki hafa verið framkvæmdar, flestar niðurstöður liggja fyrir, en niðurstöður úr öllum berast síðar í dag. Sjúklingar deildarinnar voru allir skimaðir í gærkvöldi. Umræddur sjúklingur hafði tvisvar sýnt neikvæða svörun áður en þessi jákvæða svörun barst. Slíkt getur gerst vegna ýmissa ástæðna; til dæmis breytinga á sýnatöku og þróun sjúkdómsins í viðkomandi. Skimun er hins vegar framkvæmd óháð grun í öryggisskyni með stroki og er hraðunnin; svar berst jafnan innan 3-4 klukkustunda. Sjúklingar eru skimaðir með reglubundnum hætti. Viðkomandi reyndist síðan hár í mótefnamælingu við blóðprufu, sem mælir með nákvæmri rannsókn grun um eldra smit vegna jákvæðrar niðurstöðu af skimun. Að öllum líkindum er því um eldra smit að ræða í viðkomandi sjúklingi, sem hann hefur fengið áður en hann lagðist inn á Landspítala í desember. Verið er að skoða málið nánar. Landspítali þakkar sjúklingum, aðstandendum, starfsfólki og fjölmiðlum fyrir samstarf, góðan skilning og þolinmæði undanfarinn sólarhring. Sérstakar þakkir fá sjúklingar og starfsfólk hjartadeildar, Covid-19-göngudeildin sem annaðist skimanir og sýkla- og veirufræðideild, sem vann allar rannsóknir hratt og vel,“ segir í tilkynningunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Vongóður um að staðan á Landakoti sé ekki að endurtaka sig Yfirlæknir hjartadeildar Landspítalans er vongóður um að staðan á Landakoti í október sé ekki að endurtaka sig. Hvorki starfsmenn né sjúklingar á hjartadeild hafi greinst með kórónuveiruna í umfangsmiklum prófunum sem hófust á deildinni í gær eftir að einn sjúklinga greindist jákvæður við útskrift í gærdag. 13. janúar 2021 11:50 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Landspítala og kemur fram að nú sé ljóst að ekki sé um útbreitt smit á deildinni, 14 EG við Hringbraut, að ræða. Sjúklingur á deildinni greindist með Covid-19 í gær. „Af því tilefni hefur farsóttanefnd spítalans ákveðið að aflétta sóttkví af deildinni og starfsfólki hennar. Hjartadeild tekur nú við innlögnum á nýjan leik og starfsemin þar verður með eðlilegum hætti frá og með kl. 13:00, miðvikudaginn 13. janúar. Jákvæð niðurstaða um smit kom upp á hjartadeild í gær, þriðjudaginn 12. janúar, við hefðbundna öryggisskimun sjúklings fyrir útskrift. Þetta var alvarlegur atburður í starfsemi Landspítala og viðbragðið í kjölfarið umfangsmikið, útbreitt og viðeigandi. Skjótt viðbragð Landspítala og viðamiklar öryggisráðstafanir til að vernda sjúklinga og starfsfólk hafa nú leitt af sér þessa niðurstöðu. Málið var leitt til lykta á innan við sólarhring af vel þjálfuðu starfsfólki og vísindamönnum Landspítala. Um 200 skimanir af starfsfólki hafa verið framkvæmdar, flestar niðurstöður liggja fyrir, en niðurstöður úr öllum berast síðar í dag. Sjúklingar deildarinnar voru allir skimaðir í gærkvöldi. Umræddur sjúklingur hafði tvisvar sýnt neikvæða svörun áður en þessi jákvæða svörun barst. Slíkt getur gerst vegna ýmissa ástæðna; til dæmis breytinga á sýnatöku og þróun sjúkdómsins í viðkomandi. Skimun er hins vegar framkvæmd óháð grun í öryggisskyni með stroki og er hraðunnin; svar berst jafnan innan 3-4 klukkustunda. Sjúklingar eru skimaðir með reglubundnum hætti. Viðkomandi reyndist síðan hár í mótefnamælingu við blóðprufu, sem mælir með nákvæmri rannsókn grun um eldra smit vegna jákvæðrar niðurstöðu af skimun. Að öllum líkindum er því um eldra smit að ræða í viðkomandi sjúklingi, sem hann hefur fengið áður en hann lagðist inn á Landspítala í desember. Verið er að skoða málið nánar. Landspítali þakkar sjúklingum, aðstandendum, starfsfólki og fjölmiðlum fyrir samstarf, góðan skilning og þolinmæði undanfarinn sólarhring. Sérstakar þakkir fá sjúklingar og starfsfólk hjartadeildar, Covid-19-göngudeildin sem annaðist skimanir og sýkla- og veirufræðideild, sem vann allar rannsóknir hratt og vel,“ segir í tilkynningunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Vongóður um að staðan á Landakoti sé ekki að endurtaka sig Yfirlæknir hjartadeildar Landspítalans er vongóður um að staðan á Landakoti í október sé ekki að endurtaka sig. Hvorki starfsmenn né sjúklingar á hjartadeild hafi greinst með kórónuveiruna í umfangsmiklum prófunum sem hófust á deildinni í gær eftir að einn sjúklinga greindist jákvæður við útskrift í gærdag. 13. janúar 2021 11:50 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Vongóður um að staðan á Landakoti sé ekki að endurtaka sig Yfirlæknir hjartadeildar Landspítalans er vongóður um að staðan á Landakoti í október sé ekki að endurtaka sig. Hvorki starfsmenn né sjúklingar á hjartadeild hafi greinst með kórónuveiruna í umfangsmiklum prófunum sem hófust á deildinni í gær eftir að einn sjúklinga greindist jákvæður við útskrift í gærdag. 13. janúar 2021 11:50