„Mikilvægast af öllu að eiga hamingjusamt líf“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. janúar 2021 13:32 Hildur Guðnadóttir með Óskarsstyttuna á síðasta ári. Vísri/getty „Báðir foreldrar mínir eru tónlistarfólk og því er þetta bæði í blóðinu og ég uppalin við mikla tónlist. Ég man ekki hvenær það byrjaði en það hefur einhvern veginn alltaf verið til staðar. Þegar mamma var ólétt sagðist hún vita að ég myndi heita Hildur og að ég yrði sellóleikari,“ segir Hildur Guðnadóttir. Síðustu ár hafa verið hreint lygileg í hennar lífi. Hildur Guðnadóttir er okkar fyrsti Óskarsverðlaunahafi auk þess sem hún hefur unnið BAFTA-verðlaunin, Golden Globe, Grammy og fjölmörg önnur verðlaun fyrir tónsmíði. Hildur sem býr í dag í Berlín fór yfir stöðu mála í viðtali við bæjarblaðið Hafnfirðing en í blaðinu kemur í ljós að hún var valinn Hafnfirðingur ársins 2020. „Þegar ég er búinn að búa í stórborg eins og Berlín þá finn ég hvað það er mikill munur á frelsinu sem börn hafa á Íslandi. Kári minn er 8 ára og ég sendi hann ekkert einan á róló. Krakkar í dag eru líka með svo mikið áreiti og prógramm að þau upplifa síður svona frelsi og ró. Það er þó dásamlegt að búa hér í Berlín en á allt annan hátt og margt fólk sem ég vinn með býr hér og það er stutt að fara á milli staða og ódýrt að búa hérna. Þegar ég var að byrja í tónlist og hafði ekki mikið á milli handanna og þá skipti máli að hafa efni á leigu og nauðsynjum. Borgin hefur þó aðeins breyst á nokkrum árum,“ segir Hildur. Þegar Hildur vann Óskarinn hvatti hún konur til að láta rödd sína heyrast og leyfa tónlistinni innra með þeim að blómstra og hafa trú á sér. Hamingjan í fyrsta sæti „Það er lang mikilvægast að standa þéttingsfast með því sem maður trúir á, hefur áhuga á og kveikir í manni. Og láta ekki staðalímyndir eða hugmyndir annarra hafa of mikil áhrif á það sem maður trúir á að geta gert af heilindum. Það er svo mikilvægt að fylgja áhugasviði sínu því það gerir það meira gefandi. Til þess að njóta þess þarf maður að hafa áhugann. Og því meira getur maður gert á sínu sviði,“ segir Hildur. Hildur segir að hamingjan skipti hana miklu máli. „Það er mikilvægast af öllu að eiga hamingjusamt líf og líka vel við sjálfan sig. Reyna að hafa það að leiðarljósi að hafa gaman af því sem maður fæst við hverju sinni. Líka heima hjá sér. Eyða ekki of miklum tíma í það sem er leiðinlegt. Það hljómar mjög einfalt en það er það oft ekki. Það eru kannski glansmyndir af einhverjum verðlaunum og athöfnum sem líta út fyrir að vera aðal málið en það er samt mikilvægast að geta notið hversdagsins. Að einmitt hann sé fallegur, góður og gefandi.“ Óskarinn Tónlist Hafnarfjörður Hildur Guðnadóttir Mest lesið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Lífið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Menning Fleiri fréttir Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Sjá meira
Síðustu ár hafa verið hreint lygileg í hennar lífi. Hildur Guðnadóttir er okkar fyrsti Óskarsverðlaunahafi auk þess sem hún hefur unnið BAFTA-verðlaunin, Golden Globe, Grammy og fjölmörg önnur verðlaun fyrir tónsmíði. Hildur sem býr í dag í Berlín fór yfir stöðu mála í viðtali við bæjarblaðið Hafnfirðing en í blaðinu kemur í ljós að hún var valinn Hafnfirðingur ársins 2020. „Þegar ég er búinn að búa í stórborg eins og Berlín þá finn ég hvað það er mikill munur á frelsinu sem börn hafa á Íslandi. Kári minn er 8 ára og ég sendi hann ekkert einan á róló. Krakkar í dag eru líka með svo mikið áreiti og prógramm að þau upplifa síður svona frelsi og ró. Það er þó dásamlegt að búa hér í Berlín en á allt annan hátt og margt fólk sem ég vinn með býr hér og það er stutt að fara á milli staða og ódýrt að búa hérna. Þegar ég var að byrja í tónlist og hafði ekki mikið á milli handanna og þá skipti máli að hafa efni á leigu og nauðsynjum. Borgin hefur þó aðeins breyst á nokkrum árum,“ segir Hildur. Þegar Hildur vann Óskarinn hvatti hún konur til að láta rödd sína heyrast og leyfa tónlistinni innra með þeim að blómstra og hafa trú á sér. Hamingjan í fyrsta sæti „Það er lang mikilvægast að standa þéttingsfast með því sem maður trúir á, hefur áhuga á og kveikir í manni. Og láta ekki staðalímyndir eða hugmyndir annarra hafa of mikil áhrif á það sem maður trúir á að geta gert af heilindum. Það er svo mikilvægt að fylgja áhugasviði sínu því það gerir það meira gefandi. Til þess að njóta þess þarf maður að hafa áhugann. Og því meira getur maður gert á sínu sviði,“ segir Hildur. Hildur segir að hamingjan skipti hana miklu máli. „Það er mikilvægast af öllu að eiga hamingjusamt líf og líka vel við sjálfan sig. Reyna að hafa það að leiðarljósi að hafa gaman af því sem maður fæst við hverju sinni. Líka heima hjá sér. Eyða ekki of miklum tíma í það sem er leiðinlegt. Það hljómar mjög einfalt en það er það oft ekki. Það eru kannski glansmyndir af einhverjum verðlaunum og athöfnum sem líta út fyrir að vera aðal málið en það er samt mikilvægast að geta notið hversdagsins. Að einmitt hann sé fallegur, góður og gefandi.“
Óskarinn Tónlist Hafnarfjörður Hildur Guðnadóttir Mest lesið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Lífið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Menning Fleiri fréttir Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”