Innlent

Allt að 600 milljóna kostnaður við hreinsunarstarf

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mörg hús skemmdust mikið eða alveg í aurskriðunum í desember.
Mörg hús skemmdust mikið eða alveg í aurskriðunum í desember. Vísir/Vilhelm

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að greiða tvo þriðju af kostnaði við hreinsunarstarf á Seyðisfirði vegna hamfaranna í síðasta mánuði. Gróf áætlun gerir ráð fyrir hundruð milljóna kostnaði. Forsætisráðherra reiknar með að heildartjónið á Seyðisfirði hlaupi á einum til tveimur milljörðum hið minnsta.

Ekki liggur fyrir endanleg kostnaðaráætlun en ætla má að uppgröftur og hreinsunarstarf sem nú er hafið í bænum komi til með að kosta á bilinu 300-600 milljónir miðað við grófa áætlun að ræða varðandi tiltekna þætti hreinsunarstarfsins, að því er segir á vef stjórnarráðsins.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við fréttastofu að ýmsa þætti þurfi að skoða hvað varðar aðkomu ríkisins af eftirmálum skriðunnar.

Skipaður hefur verið starfshópur, undir forystu forsætisráðuneytisins, sem ætlað að fylgja eftir málum er varða aðkomu ríkisins að hreinsun á svæðinu og öðrum aðgerðum sem styðja við að koma samfélaginu í starfhæft horf á ný.

„Þarna eru mörg friðuð hús þar sem er mikið tjón fyrir utan Tækniminjasafnið. Mennta- og menningamálaráðuneytið mun koma inn í þessa vinnu vegna þessa mikla minjagildis sem þarna er“, segir Katrín.

Í minnisblaði forsætisráðherra sem lagt var fyrir ríkisstjórn í morgun segir að umfangsmikið starf sé fram undan við að tryggja öryggi í bænum til frambúðar en uppbygging ofanflóðavarna og vöktun Veðurstofunnar var einnig til umræðu á fundi ríkisstjórnarinnar í dag.

Aðspurð um heildartjón vegna hamfaranna segir Katrín að Náttúruhamfaratrygginar Íslands séu að vinna að því að meta tjónið.

„Við getum séð að það er mikið,“ segir Katrín. „Við höfum rætt það að það geti hlaupið á einum til tveimur milljörðum að minnsta kosti.“


Tengdar fréttir

Hreinsunarstarf hefst með krafti fyrir austan

Hreinsunarstarf hófst á Seyðisfirði í morgun en bærinn er ekki nema svipur hjá sjón eftir eyðileggingu af völdum aurskriða. Borist hefur liðstyrkur að norðan við hreinsun og verðmætabjörgun. Yfirlögregluþjónn bindur vonir við að hægt verði að hleypa fleiri bæjarbúum heim til sín fyrir áramót.

Mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og hægt er

Vonskuveður var víðast hvar á landinu í dag og töluvert um foktjón. Þá var úrhellir á Seyðisfirði og Fjarðarheiði var lokuð bróðurpart dags. Sveitarstjóri Múlaþings segir gríðarlega mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og auðið er.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.