Lífið

Dóra Björt fann ástina í örmum Sævars

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sævar og Dóra á góðri stundu.
Sævar og Dóra á góðri stundu. @dóra björt

„Hvernig er eiginlega hægt að lýsa ári eins og 2020? Allt gerðist einhvern veginn. Árið tók og tók en gaf það ekki líka?

Af góðu bar hæst stóra stóra ástin sem fann mig svo óvænt.“

Svona hefst færsla frá Dóru Björt Guðjónsdóttur borgarfulltrúa Pírata í dag á Facebook en þar greinir hún frá því að hafa fundið ástina í örmum Sævars Ólafssonar íþróttafræðings. DV greindi fyrst frá.

„Eins og stormsveipur af töfradufti og stjörnuryki og regnbogaeinhyrningum. Fann mig og lýsti upp næturhimininn.

Gleðilegt ár og takk fyrir það liðna.“

Dóra Björt er formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar. Sævar er fyrrverandi leikmaður Leiknis í knattspyrnu.

 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.