Daði Freyr óskar eftir hjálp við gerð nýja Eurovision-lagsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2021 17:32 Daði Freyr óskar eftir hjálp almennings við að setja saman kórkafla í Eurovision-lagi sínu. Daði Freyr/Twitter Daði Freyr Pétursson, tónlistarmaður og meðlimur í hljómsveitinni Gagnamagninu, hefur óskað eftir aðstoð almennings við gerð lagsins sem verður framlag Íslands til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, á þessu ári. „Hæ, ég heiti Daði Freyr. Ég tek þátt í Eurovision 2021 ásamt Gagnamagninu. Ég er alveg að verða búinn með lagið en ég þarf ykkar hjálp. Ég vil hafa stóran kórkafla í laginu, en ég hef ekki aðgang að kór akkúrat núna. Þess vegna þarf ég þig í kórinn,“ segir Daði í myndbandi sem hann birti á Twitter síðu sinni. I need your voice!I'm putting together a choir for the @Eurovision 2021 song. Here are the voices I will need:https://t.co/3kPNXWH8M8Please send your audio files to gagnamagnidchoir@gmail.comDeadline is January 11thThank you <3 pic.twitter.com/gvcNWE7xFz— Daði Freyr 🥑 (@dadimakesmusic) January 4, 2021 Með myndbandinu er að finna slóð á leiðbeiningar um sönginn sem óskað er eftir, en alls vantar Daða sjö mismunandi raddir í kórinn. Þá biður hann áhugasama um að senda upptöku af sér að syngja eina rödd eða fleiri á netfangið gagnamagnidchoir@gmail.com, fyrir 11. janúar næstkomandi. Í myndbandinu er svo að finna nánari leiðbeiningar um hvernig best er að skila upptökum til Daða, en viðbúið er að honum berist margar upptökur frá aðdáendum, sem marga hverja þyrstir eflaust í að vera hluti af Eurovision-lagi Daða og Gagnamagnsins. Eurovision 2021 fer fram í Rotterdam í Hollandi, þar sem Holland bar sigur úr býtum í keppninni árið 2019. Engin eiginleg Eurovision keppni fór fram árið 2020, en sökudólgurinn í þeim efnum, líkt og svo mörgu öðru, er kórónuveirufaraldurinn sem geisað hefur um heiminn síðan snemma á síðasta ári. Eurovision Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira
„Hæ, ég heiti Daði Freyr. Ég tek þátt í Eurovision 2021 ásamt Gagnamagninu. Ég er alveg að verða búinn með lagið en ég þarf ykkar hjálp. Ég vil hafa stóran kórkafla í laginu, en ég hef ekki aðgang að kór akkúrat núna. Þess vegna þarf ég þig í kórinn,“ segir Daði í myndbandi sem hann birti á Twitter síðu sinni. I need your voice!I'm putting together a choir for the @Eurovision 2021 song. Here are the voices I will need:https://t.co/3kPNXWH8M8Please send your audio files to gagnamagnidchoir@gmail.comDeadline is January 11thThank you <3 pic.twitter.com/gvcNWE7xFz— Daði Freyr 🥑 (@dadimakesmusic) January 4, 2021 Með myndbandinu er að finna slóð á leiðbeiningar um sönginn sem óskað er eftir, en alls vantar Daða sjö mismunandi raddir í kórinn. Þá biður hann áhugasama um að senda upptöku af sér að syngja eina rödd eða fleiri á netfangið gagnamagnidchoir@gmail.com, fyrir 11. janúar næstkomandi. Í myndbandinu er svo að finna nánari leiðbeiningar um hvernig best er að skila upptökum til Daða, en viðbúið er að honum berist margar upptökur frá aðdáendum, sem marga hverja þyrstir eflaust í að vera hluti af Eurovision-lagi Daða og Gagnamagnsins. Eurovision 2021 fer fram í Rotterdam í Hollandi, þar sem Holland bar sigur úr býtum í keppninni árið 2019. Engin eiginleg Eurovision keppni fór fram árið 2020, en sökudólgurinn í þeim efnum, líkt og svo mörgu öðru, er kórónuveirufaraldurinn sem geisað hefur um heiminn síðan snemma á síðasta ári.
Eurovision Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira