Vilja fylgja reglum en ekki „sérreglum sem virðast gilda bara um kaþólska kirkju“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. janúar 2021 13:08 Jakob Rolland, kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Vísir Biskup kaþólskra á Íslandi hefur ákveðið að aflýsa opinberum sunnudagsmessum og vigilmessum á laugardagskvöldum. Þetta hafi verið það eina rétta í stöðunni því ekki komi til greina að vísa fólki frá messu sem vilji sækja hana. Honum finnst sóttvarnareglur sem gilda um helgihald vera ósanngjarnar. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við fréttastofu að formleg rannsókn á meintu sóttvarnabroti sé hafin. Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi fyrst frá því í gær að fleiri en fimmtíu hefðu komið saman í messu í Landakoti í gær. Ásgeir segir að það næsta sem gert verði sé að kalla alla sem eiga í hlut í skýrslutöku til að ná utan um atburðarásina í gær. Fréttatilkynning frá biskupi kaþólskra barst rétt fyrir hádegi þar sem ákveðið var að aflýsa messuhaldi. Fréttastofa ræddi við séra Jakob Rolland, kanslara biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í hádegisfréttum. „Hann [biskup kaþólskra á Íslandi] segir að hann sjái að okkur sé ekki alveg stætt að standa með öllum sóttvarnareglum og fylgja þeim öllum í helgihaldinu einfaldlega vegna þess að fólk kemur í kirkju. Hann tekur þessa ákvörðun að það verða framvegis engar opinberar sunnudagsmessur. Þetta er eina lausnin til þess að fylgja reglunum,“ segir séra Jakob. Þeim finnist þær sóttvarnareglur sem gilda um helgihald ekki vera sanngjarnar þegar þær eru bornar saman við önnur svið og aðrar stofnanir. Að hámarki tíu mega koma saman í messum samkvæmt núgildandi reglugerð um sóttvarnir. Séra Jakob nefnir máli sínu til stuðnings rýmri reglur sem gilda fyrir veitingastaði, verslanir og sundlaugar. „Það er í rauninni óskiljanlegt að ekki skuli gilda sömu reglur alls staðar þar sem aðstæður eru svipaðar. Þannig að við viljum víst fylgja öllum reglum en ekki sérreglum sem virðast gilda bara um kaþólska kirkju.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Trúmál Reykjavík Tengdar fréttir Biður fyrir því að sóttvarnayfirvöld „íhugi málin með visku“ „Ég lýsi yfir að þrátt fyrir góðan vilja getum við ekki fylgt öllum gildandi sóttvarnareglum í sambandi við messuhald í kirkjum okkar. Með harm í hjarta hef ég tekið þá ákvörðun að aflýsa öllum opinberum sunnudagsmessum og vigilmessum á laugardagskvöldum. Ákvörðunin tekur þegar gildi.“ 4. janúar 2021 11:46 Of margir í messu í Landakotskirkju í dag Allt of margir voru komnir saman til messu í Landakotskirkju á öðrum tímanum í dag og mætti lögreglan á staðinn og ræddi við sóknarprest. Rúv greinir frá. 3. janúar 2021 14:50 Höfðu afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju Lögreglan hafði afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju í gærkvöldi. Þetta staðfestir David B. Tencer, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í samtali við mbl.is. 25. desember 2020 11:43 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Sjá meira
Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við fréttastofu að formleg rannsókn á meintu sóttvarnabroti sé hafin. Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi fyrst frá því í gær að fleiri en fimmtíu hefðu komið saman í messu í Landakoti í gær. Ásgeir segir að það næsta sem gert verði sé að kalla alla sem eiga í hlut í skýrslutöku til að ná utan um atburðarásina í gær. Fréttatilkynning frá biskupi kaþólskra barst rétt fyrir hádegi þar sem ákveðið var að aflýsa messuhaldi. Fréttastofa ræddi við séra Jakob Rolland, kanslara biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í hádegisfréttum. „Hann [biskup kaþólskra á Íslandi] segir að hann sjái að okkur sé ekki alveg stætt að standa með öllum sóttvarnareglum og fylgja þeim öllum í helgihaldinu einfaldlega vegna þess að fólk kemur í kirkju. Hann tekur þessa ákvörðun að það verða framvegis engar opinberar sunnudagsmessur. Þetta er eina lausnin til þess að fylgja reglunum,“ segir séra Jakob. Þeim finnist þær sóttvarnareglur sem gilda um helgihald ekki vera sanngjarnar þegar þær eru bornar saman við önnur svið og aðrar stofnanir. Að hámarki tíu mega koma saman í messum samkvæmt núgildandi reglugerð um sóttvarnir. Séra Jakob nefnir máli sínu til stuðnings rýmri reglur sem gilda fyrir veitingastaði, verslanir og sundlaugar. „Það er í rauninni óskiljanlegt að ekki skuli gilda sömu reglur alls staðar þar sem aðstæður eru svipaðar. Þannig að við viljum víst fylgja öllum reglum en ekki sérreglum sem virðast gilda bara um kaþólska kirkju.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Trúmál Reykjavík Tengdar fréttir Biður fyrir því að sóttvarnayfirvöld „íhugi málin með visku“ „Ég lýsi yfir að þrátt fyrir góðan vilja getum við ekki fylgt öllum gildandi sóttvarnareglum í sambandi við messuhald í kirkjum okkar. Með harm í hjarta hef ég tekið þá ákvörðun að aflýsa öllum opinberum sunnudagsmessum og vigilmessum á laugardagskvöldum. Ákvörðunin tekur þegar gildi.“ 4. janúar 2021 11:46 Of margir í messu í Landakotskirkju í dag Allt of margir voru komnir saman til messu í Landakotskirkju á öðrum tímanum í dag og mætti lögreglan á staðinn og ræddi við sóknarprest. Rúv greinir frá. 3. janúar 2021 14:50 Höfðu afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju Lögreglan hafði afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju í gærkvöldi. Þetta staðfestir David B. Tencer, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í samtali við mbl.is. 25. desember 2020 11:43 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Sjá meira
Biður fyrir því að sóttvarnayfirvöld „íhugi málin með visku“ „Ég lýsi yfir að þrátt fyrir góðan vilja getum við ekki fylgt öllum gildandi sóttvarnareglum í sambandi við messuhald í kirkjum okkar. Með harm í hjarta hef ég tekið þá ákvörðun að aflýsa öllum opinberum sunnudagsmessum og vigilmessum á laugardagskvöldum. Ákvörðunin tekur þegar gildi.“ 4. janúar 2021 11:46
Of margir í messu í Landakotskirkju í dag Allt of margir voru komnir saman til messu í Landakotskirkju á öðrum tímanum í dag og mætti lögreglan á staðinn og ræddi við sóknarprest. Rúv greinir frá. 3. janúar 2021 14:50
Höfðu afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju Lögreglan hafði afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju í gærkvöldi. Þetta staðfestir David B. Tencer, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í samtali við mbl.is. 25. desember 2020 11:43