Innlent

Reiknað með stormi á Norðausturlandi í kvöld

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Spáð er stormi á Akureyri og Eyjafjarðarsvæðinu í kvöld.
Spáð er stormi á Akureyri og Eyjafjarðarsvæðinu í kvöld. Vísir/Tryggvi Páll

Gul veðurviðvörun er í gildi á Norðausturlandi frá klukkan níu í kvöld og fram eftir nóttu. Íbúar á Eyjafjarðarsvæðinu eru hvattir til að tryggja lausamuni utandyra eða koma þeim í skjól fyrir kvöldið.

Reiknað er með Suðvestan 15-23 m/s með staðbundnum hviðum allt að 35-40 m/s á Eyjafjarðarsvæðinu sem gerir það að verkum að varasamt getur verið að ferðast.

Veðurhorfur á landinu

Sunnan og suðvestan 8-15 m/s, hvassast NV-til, og rigning eða súld með köflum, en þurrt að mestu á N- og A-landi. Sunnan 13-18 og bætir í rigningu síðdegis, en suðvestan 15-23 og úrkomulítið NA-lands og öflugir vindstrengir við Eyjafjörð í kvöld. Hiti víða 4 til 9 stig. Snýst í suðvestanátt með slyddu á V-verðu landinu er líður á kvöldið og kólnar þar. Suðvestan 10-18 m/s og skúrir eða él á morgun, hvassast NV-lands ,en bjart með köflum eystra. Suðaustan 8-13 og fer að rigna syðst um kvöldið. Hiti víða 0 til 5 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: 

Fremur hæg suðvestlæg átt, en 8-13 með suðausturströndinni. Rigning eða slydda, en snjókoma til fjalla. Hiti 1 til 6 stig. Él norðan- og vestantil síðdegis og kólnar í veðri.

Á miðvikudag:

Norðvestan 8-13 m/s og dálítil él eða snjókoma á Norður- og Austurlandi, en annars bjart með köflum. Frost 5 til 10 stig.

Á fimmtudag: 

Hæg suðlæg eða breytileg átt og víða bjartviðri. Herðir á frosti.

Á föstudag:

Stíf suðvestanátt með rigningu og slyddu, en snjókomu um kvöldið. Þurrt að kalla eystra. Hlýnar í bili.

Á laugardag: 

Útlit fyrir norðanátt og snjókomu eða él um allt norðanvert landið. Kólnar aftur talsvert.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.