Innlent

Slys á Sólheimajökli

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Sólheimajökull.
Sólheimajökull. Vísir/Vilhelm

Viðbragðsaðilar á Suðurlandi voru kallaðir til í dag vegna slyss við Sólheimajökul.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi féll hinn slasaði einhverja tvo metra við klifur í jöklinum. Björgunarsveitir og sjúkrabílar voru sendir á staðinn en hinn slasaði mun hafa komist niður af jöklinum af sjálfsdáðum en var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur.

Ekki var talin þörf á að senda þyrlu á vettvang samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni.

Að sögn vegfarenda sem fréttastofa hefur rætt við sem voru á ferð á svæðinu var mikill viðbúnaður við jökulinn.

Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.