Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi féll hinn slasaði einhverja tvo metra við klifur í jöklinum. Björgunarsveitir og sjúkrabílar voru sendir á staðinn en hinn slasaði mun hafa komist niður af jöklinum af sjálfsdáðum en var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur.
Ekki var talin þörf á að senda þyrlu á vettvang samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni.
Að sögn vegfarenda sem fréttastofa hefur rætt við sem voru á ferð á svæðinu var mikill viðbúnaður við jökulinn.
Fréttin hefur verið uppfærð.