Innlent

Tæplega 4 ára fangelsi fyrir vopnuð rán

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Liðlega þrítugur karlmaður, Mark Gunnar Roberts, hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir rán sem framin voru í þremur verslunum í Reykjavík 1. febrúar síðastliðinn. Í öllum tilfellum ógnaði hann starfsfólki með sprautunálum og hótaði að smita með HIV veirunni ef hann fengi ekki peninga úr versluninni. Mark Gunnar á að baki fjölmörg hegningarlagabrot og var á skilorði þegar hann framdi brotin. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því að hann framdi ránin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×