Afþakkar hjálp ASÍ við að meta hvort björgunarsveitirnar séu misnotaðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2019 11:00 Björgunarsveitarfólk stóð í ströngu í síðustu viku í óveðrinu sem gekk yfir landið. Vísir/Vilhelm Guðbrandur Örn Arnarsson, verkefnastjóri aðgerðamála hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og starfsmaður Landstjórnar björgunarsveita, segist fullkomlega sjálfbær að meta hvenær verið sé að misnota sitt sjálfboðaliðastarf. Hann þurfi enga hjálp við það. Um er að ræða viðbrögð við því útspili Alþýðusambands Íslands að láta kanna hvort opinberar stofnanir séu í auknum mæli að láta björgunarsveitir vinna ýmis verk fyrir sig í sjálfboðavinnu, verk sem stofnanirnar ættu sjálfar að sinna í almannaþágu. Og hvort að búið sé að skera svona mikið niður hjá stofnunum. Dæmi séu jafnvel um að starfsmenn sinni sama verki í dagvinnu og þeir síðan sinna launalaust eftir að vinnudegi lýkur. Fjallað var um málið í fréttum Ríkisútvarpsins í gær. Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir enn einu sinni hafa vakið athygli að björgunarsveitarmenn hafi í óveðrinu í liðinni viku gengið í störf sem eðlilegt mætti telja að væri hluti af grunnþjónustu í samfélaginu. „Vegagerðin, hún er að semja við björgunarsveitir þegar kemur að lokun vega, við sjáum það í fjölmiðlum. Við sjáum það að það er verið að semja við björgunarsveitir um landvörslu þegar þegar er verið að loka leiðum upp á hálendið og víðar. Við sjáum að það er verið að ræða að björgunarsveitir taki að einhverju leyti að sér sjúkraflutninga, þannig að þetta er mjög víða, því miður,“ sagði Halldór. Guðbrandur segir björgunarsveitir Landsbjargar hafa frá upphafi sinnt verkefnum sem annaðhvort enginn annar getur eða vill sinna. „Á þeim 100 árum sem einingar Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa dregið landann bókstaflega uppúr skaflinum þá hefur félagið hleypt fjöldanum öllum af slysavarna- og björgunarverkefnum af stokkunum og ræktað og hlúð að þar til verkefnin voru komin á þann stað að fólk í launaðri vinnu var tilbúið að taka við þeim. Hefur félagið haft jafnan haft frumkvæði að því að setja verkefni í hendur á öðrum aðilum þegar það þykir betri farvegur. Einnig hefur félagið staðið vörð um að verkefni félagsins falli undir annað hvort slysavarnir eða björgunarstörf,“ segir Guðbrandur. Það sé óumflýjanlegt að einhver verkefni falli á grátt svæði, þ.e. að á einhverjum tíma finnist einhverjum að félagið sé í verkefnum sem aðrir eigi að sinna eða eigi bara yfirhöfuð ekkert að sinna. Sú umræða sé lifandi innan félagsins. Jökull Brjánsson hjá Hjálparsveit Skáta í Kópavogi tók þessa mynd við björgunarstörf norður í landi þar sem rafmagnslaust hafði verið í 28 klukkustundir í síðustu viku.@hjalparsveitskataikopavogi „Félagið (stjórn, forsvarsfólk og forsvarsfólk eininga) hefur verið nokkuð duglegt að afþakka öll boð um misnotkun sem sannarlega eru reglulega á borð boðin. Hver eining er sjálfstæð og getur gert talsvert mikið án teljandi boðvalds frá félaginu. Lög og reglur ramma inn hlutverk okkar að mestu en einingar hafa talsvert frelsi um hvaða verkefni þær vilja eða vilja ekki sinna. Nærtækast er t.d. að benda á fjörugar umræður á Landsþingi fyrir nokkrum árum þar sem sumar einingar vildu rukka fyrir að sækja fasta bíla og aðrar einingar ekki. Í dag rukka sumar einingar og aðrar ekki.“ Síðan sé það alltaf vald hvers einstaklings að mæta eða mæta ekki í þau verkefni sem björgunarsveitum bjóðist. „Þannig hefur félaginu að mínu mati vegnað afar vel í sínum störfum. Tími sjálfboðaliðans er dýrmætur og því seldur dýrt t.d. í almannavarnaaðgerðum þar sem jafn dýrt ef ekki dýrara er að kalla til björgunarsveitarmann í verkefni og lögreglumann með öllum kostnaði. Björgunarsveitarfólk verður að fá reglubundið krefjandi verkefni til að takast á við annars verður það gagnslaust þegar „stóra verkefnið“ kemur. Ef ég fæ ekki að fara í útköll reglulega þá er best að finna sér bara nýtt áhugamál.“ Björgunarsveitir Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Sjá meira
Guðbrandur Örn Arnarsson, verkefnastjóri aðgerðamála hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og starfsmaður Landstjórnar björgunarsveita, segist fullkomlega sjálfbær að meta hvenær verið sé að misnota sitt sjálfboðaliðastarf. Hann þurfi enga hjálp við það. Um er að ræða viðbrögð við því útspili Alþýðusambands Íslands að láta kanna hvort opinberar stofnanir séu í auknum mæli að láta björgunarsveitir vinna ýmis verk fyrir sig í sjálfboðavinnu, verk sem stofnanirnar ættu sjálfar að sinna í almannaþágu. Og hvort að búið sé að skera svona mikið niður hjá stofnunum. Dæmi séu jafnvel um að starfsmenn sinni sama verki í dagvinnu og þeir síðan sinna launalaust eftir að vinnudegi lýkur. Fjallað var um málið í fréttum Ríkisútvarpsins í gær. Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir enn einu sinni hafa vakið athygli að björgunarsveitarmenn hafi í óveðrinu í liðinni viku gengið í störf sem eðlilegt mætti telja að væri hluti af grunnþjónustu í samfélaginu. „Vegagerðin, hún er að semja við björgunarsveitir þegar kemur að lokun vega, við sjáum það í fjölmiðlum. Við sjáum það að það er verið að semja við björgunarsveitir um landvörslu þegar þegar er verið að loka leiðum upp á hálendið og víðar. Við sjáum að það er verið að ræða að björgunarsveitir taki að einhverju leyti að sér sjúkraflutninga, þannig að þetta er mjög víða, því miður,“ sagði Halldór. Guðbrandur segir björgunarsveitir Landsbjargar hafa frá upphafi sinnt verkefnum sem annaðhvort enginn annar getur eða vill sinna. „Á þeim 100 árum sem einingar Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa dregið landann bókstaflega uppúr skaflinum þá hefur félagið hleypt fjöldanum öllum af slysavarna- og björgunarverkefnum af stokkunum og ræktað og hlúð að þar til verkefnin voru komin á þann stað að fólk í launaðri vinnu var tilbúið að taka við þeim. Hefur félagið haft jafnan haft frumkvæði að því að setja verkefni í hendur á öðrum aðilum þegar það þykir betri farvegur. Einnig hefur félagið staðið vörð um að verkefni félagsins falli undir annað hvort slysavarnir eða björgunarstörf,“ segir Guðbrandur. Það sé óumflýjanlegt að einhver verkefni falli á grátt svæði, þ.e. að á einhverjum tíma finnist einhverjum að félagið sé í verkefnum sem aðrir eigi að sinna eða eigi bara yfirhöfuð ekkert að sinna. Sú umræða sé lifandi innan félagsins. Jökull Brjánsson hjá Hjálparsveit Skáta í Kópavogi tók þessa mynd við björgunarstörf norður í landi þar sem rafmagnslaust hafði verið í 28 klukkustundir í síðustu viku.@hjalparsveitskataikopavogi „Félagið (stjórn, forsvarsfólk og forsvarsfólk eininga) hefur verið nokkuð duglegt að afþakka öll boð um misnotkun sem sannarlega eru reglulega á borð boðin. Hver eining er sjálfstæð og getur gert talsvert mikið án teljandi boðvalds frá félaginu. Lög og reglur ramma inn hlutverk okkar að mestu en einingar hafa talsvert frelsi um hvaða verkefni þær vilja eða vilja ekki sinna. Nærtækast er t.d. að benda á fjörugar umræður á Landsþingi fyrir nokkrum árum þar sem sumar einingar vildu rukka fyrir að sækja fasta bíla og aðrar einingar ekki. Í dag rukka sumar einingar og aðrar ekki.“ Síðan sé það alltaf vald hvers einstaklings að mæta eða mæta ekki í þau verkefni sem björgunarsveitum bjóðist. „Þannig hefur félaginu að mínu mati vegnað afar vel í sínum störfum. Tími sjálfboðaliðans er dýrmætur og því seldur dýrt t.d. í almannavarnaaðgerðum þar sem jafn dýrt ef ekki dýrara er að kalla til björgunarsveitarmann í verkefni og lögreglumann með öllum kostnaði. Björgunarsveitarfólk verður að fá reglubundið krefjandi verkefni til að takast á við annars verður það gagnslaust þegar „stóra verkefnið“ kemur. Ef ég fæ ekki að fara í útköll reglulega þá er best að finna sér bara nýtt áhugamál.“
Björgunarsveitir Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent