Sara Sigmundsdóttir hefur tekið forystuna á Wodapalooza Crossfit-mótinu í Miami eftir þrjár greinar af sjö en hún fær áfram harða keppni frá Tia-Clair Toomey sem þótti sigurstrangleg fyrir mótið.
Sara varð í 6. sæti í þriðju grein sem ber heitið Pace Race, en þar þurftu keppendur að skella sér í róðrartækið og komast eins langt og þeir gætu á tólf mínútum. Sara fór 3.243 metra en Toomey varð í 11. sæti eftir að hafa fari 2.965 metra. Katelin Van Zyl vann greinina og fékk 100 stig en Sara fékk 76 og Toomey 58.
Sara er nú með 264 stig á toppnum, Toomey með 246 stig og Van Zyl er komin í 3. sæti ásamt Amöndu Barnhart og Kari Pearce en þær eru með 212 stig hver.
View this post on InstagramA post shared by Wodapalooza (@wodapalooza) on Feb 21, 2020 at 1:55pm PST