Glæpamaður í hefndarhug Sara McMahon skrifar 23. júlí 2013 07:00 Kristín Andrea Þórðardóttir, framleiðandi, ásamt Ólafi Jóhannessyni, leikstjóra myndarinnar. Fréttablaðið/Stefán „Við byrjuðum í tökum í síðustu viku og þær hafa gengið vonum framar,“ segir Kristín Andrea Þórðardóttir, framleiðandi kvikmyndarinnar Borgríki 2, Blóð hraustra manna. Myndin er sjálfstætt framhald Borgríkis sem kom út árið 2011. Ólafur Jóhannesson leikstýrir myndinni og með aðalhlutverk fara Darri Ingólfsson, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Zlatko Krickic, Sigurður Sigurjónsson og Hilmir Snær Guðnason. Söguþráður Borgríkis 2 gerist tveimur árum eftir atburði fyrri myndarinnar. „Gunnar, sem leikinn er af Ingvari, hefur misst veldi sitt til Sergej, sem leikinn er af Zlatko, og er nú í hefndarhug. Hannes, ungur og upprennandi lögreglumaður sem Darri Ingólfsson leikur, fær nýja stöðu í innra eftirliti lögreglunnar og ætlar að taka til hendinni. Hann fær ábendingu um spilltan yfirmann og ákveður að fylgjast með honum til að komast einnig höndum yfir Sergej og gengi hans,“ segir Kristín þegar hún er spurð nánar út í söguþráð myndarinnar. Borgríki var kjörin besta innlenda mynd ársins 2011 af álitsgjöfum Fréttablaðsins. Hún var jafnframt fjórða aðsóknarmesta mynd þess árs, með rúmlega sextán þúsund áhorfendur. Hér má fylgjast með framgangi myndarinnar á Facebook. Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
„Við byrjuðum í tökum í síðustu viku og þær hafa gengið vonum framar,“ segir Kristín Andrea Þórðardóttir, framleiðandi kvikmyndarinnar Borgríki 2, Blóð hraustra manna. Myndin er sjálfstætt framhald Borgríkis sem kom út árið 2011. Ólafur Jóhannesson leikstýrir myndinni og með aðalhlutverk fara Darri Ingólfsson, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Zlatko Krickic, Sigurður Sigurjónsson og Hilmir Snær Guðnason. Söguþráður Borgríkis 2 gerist tveimur árum eftir atburði fyrri myndarinnar. „Gunnar, sem leikinn er af Ingvari, hefur misst veldi sitt til Sergej, sem leikinn er af Zlatko, og er nú í hefndarhug. Hannes, ungur og upprennandi lögreglumaður sem Darri Ingólfsson leikur, fær nýja stöðu í innra eftirliti lögreglunnar og ætlar að taka til hendinni. Hann fær ábendingu um spilltan yfirmann og ákveður að fylgjast með honum til að komast einnig höndum yfir Sergej og gengi hans,“ segir Kristín þegar hún er spurð nánar út í söguþráð myndarinnar. Borgríki var kjörin besta innlenda mynd ársins 2011 af álitsgjöfum Fréttablaðsins. Hún var jafnframt fjórða aðsóknarmesta mynd þess árs, með rúmlega sextán þúsund áhorfendur. Hér má fylgjast með framgangi myndarinnar á Facebook.
Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira