Lífið

Óborganlegt símaat í föður Steinda sem er að reyna selja hlaupabretti

Stefán Árni Pálsson skrifar
Steinþór ásamt eiginkonu sinni Sigríði Ernu. 
Steinþór ásamt eiginkonu sinni Sigríði Ernu. 

Steinþór Steinþórsson eldri, faðir Steinda Jr., fjárfesti í hlaupabretti í Húsasmiðjunni fyrir einhverjum árum.

Hann kom því vel og vandlega fyrir inni í bílskúr en notaði það síðan aldrei eða í besta lagi einu sinni.

Steinþór senior ákvað því að reyna selja brettið á Facebook-síðunni Brask og brall.

Það var því ákveðið að bjalla í gamla í síðasta þætti af FM95BLÖ og spyrja hann spjörunum úr um brettið og úr varð heldur betur stórkostlegt símaat.

Klippa: Óborganlegt símaat í föður Steinda sem er að reyna selja hlaupabretti

Hér að neðan má hlusta á síðasta þátt af FM95BLÖ í heild sinni en þættirnir eru alla föstudaga frá fjögur til sex á FM957 og X-inu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×