Vill þak á fjölda sendiherra og að stöður verði almennt auglýstar Atli Ísleifsson skrifar 2. mars 2020 11:07 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, vill sjá breytingar á skipanir sendiherra. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, vill fækka sendiherrum í utanríkisþjónustunni miðað við það sem nú er og koma á þaki á fjölda þeirra. Þá vill hann að byrjað verði að auglýsa sendiherrastöður, en að ráðherra verði jafnframt heimilt að skipa sendiherra án auglýsingar. Þetta kemur fram í grein Guðlaugs Þórs sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Útlistar hann þær breytingar sem hann vill sjá innan stjórnsýslunnar og snertir stöðu sendiherra. Í greininni ræðir hann núverandi fyrirkomulag varðandi skipun sendiherra – fyrirkomulag sem hann segir hafa gefist vel en sé engu að síður ekki gallalaust. Samkvæmt núgildandi lögum hafi ráðherra að mestu leyti frjálsar hendur við skipan sendiherra. Engar séu hæfniskröfur og hefur þessi skipan mála sætt gagnrýni. „Auk þess hefur sendiherrum fjölgað jafnt og þétt hin síðustu ár og er nú svo komið að fjöldi þeirra samræmist illa umfangi og verkefnum utanríkisþjónustunnar. Þetta hefur einnig leitt til þess að framgangur yngri starfsmanna hefur reynst hægari en ella enda er þröngt á fleti fyrir þegar fjórðungur starfsmanna utanríkisþjónustunnar gegnir stjórnendastöðu,“ segir ráðherra. Þak á fjölda sendiherra Guðlaugur Þór nefnir að hann hafi ekki skipað neinn nýjan sendiherra frá því að hann tók við embættinu snemma árs 2017. Hafi sendiherrar þá verið fjörutíu talsins og hafi þeim nu fækkað um fjóra. Ráðherrann segist ætla að leggja til breytingar á kerfinu. Segist hann vilja að fjöldi sendiherra ráðist framvegis mið af fjölda sendiskrifstofa sem utanríkisþjónustan starfrækir. „Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að þeir verði hverju sinni ekki fleiri en fjöldi sendiskrifstofa að fimmtungi viðbættum. Í dag starfrækir utanríkisráðuneytið alls 25 sendiskrifstofur. Nái þessi breyting fram að ganga verður hámarksfjöldi sendiherra 30 en þeir eru í dag 36 talsins. Þetta þýðir að enginn sendiherra verður skipaður fyrr en þeim hefur fækkað niður fyrir þrjátíu miðað við óbreyttan fjölda sendiskrifstofa,“ segir Guðlaugur. Utanríkisráðuneytið við Rauðarárstíg. Stöður almennt auglýstar Þá mælir frumvarp ráðherrans fyrir um að sendiherrastöður verði auglýstar og umsækjendur skuli uppfylla lögákveðin hæfisskilyrði. Þó segir að ráðherra verði heimilt að „skipa einstakling tímabundið til allt að fimm ára í embætti sendiherra til að veita sendiskrifstofu forstöðu eða að gegna hlutverki sérstaks erindreka án þess að starfið yrði auglýst.“ Ekki verði þó heimilt að framlengja eða senda viðkomandi annað og fjöldi þeirra megi ekki nema meira en fimmtungi af heildarfjölda skipaðra sendiherra. „Að þessu marki yrði ráðherra áfram heimilt að leita út fyrir raðir fastra starfsmanna utanríkisþjónustunnar eftir sendiherrum sem hafa aflað sér sérþekkingar, reynslu og tengsla á öðrum vettvangi, svo sem í stjórnmálum eða í atvinnulífinu, til að annast afmörkuð verkefni í þágu hagsmuna Íslands á alþjóðavettvangi. Með þessu móti verður þeirri heimild, sem nú er ótakmörkuð, settar málefnalegar skorður,“ segir í greininni. Tímabundið sett lægra setta í embætti sendiherra Loks vill ráðherra sjá þá breytingu að ráðherra geti tímabundið sett lægra setta starfsmenn, sendifulltrúa, í embætti sendiherra. Þennan hóp fylla að jafnaði þeir sem eiga að baki langan og farsælan feril í þjónustunni og hafa unnið sig upp innan hennar án þess að vera orðnir sendiherrar. „Þessi breyting þjónar fyrst og fremst þeim tilgangi að nýta betur starfskrafta sendifulltrúa og veita einkum hæfileikaríku yngra fólki í utanríkisþjónustunni aukin tækifæri á framgangi í starfi,“ segir ráðherrann. Utanríkismál Stjórnsýsla Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, vill fækka sendiherrum í utanríkisþjónustunni miðað við það sem nú er og koma á þaki á fjölda þeirra. Þá vill hann að byrjað verði að auglýsa sendiherrastöður, en að ráðherra verði jafnframt heimilt að skipa sendiherra án auglýsingar. Þetta kemur fram í grein Guðlaugs Þórs sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Útlistar hann þær breytingar sem hann vill sjá innan stjórnsýslunnar og snertir stöðu sendiherra. Í greininni ræðir hann núverandi fyrirkomulag varðandi skipun sendiherra – fyrirkomulag sem hann segir hafa gefist vel en sé engu að síður ekki gallalaust. Samkvæmt núgildandi lögum hafi ráðherra að mestu leyti frjálsar hendur við skipan sendiherra. Engar séu hæfniskröfur og hefur þessi skipan mála sætt gagnrýni. „Auk þess hefur sendiherrum fjölgað jafnt og þétt hin síðustu ár og er nú svo komið að fjöldi þeirra samræmist illa umfangi og verkefnum utanríkisþjónustunnar. Þetta hefur einnig leitt til þess að framgangur yngri starfsmanna hefur reynst hægari en ella enda er þröngt á fleti fyrir þegar fjórðungur starfsmanna utanríkisþjónustunnar gegnir stjórnendastöðu,“ segir ráðherra. Þak á fjölda sendiherra Guðlaugur Þór nefnir að hann hafi ekki skipað neinn nýjan sendiherra frá því að hann tók við embættinu snemma árs 2017. Hafi sendiherrar þá verið fjörutíu talsins og hafi þeim nu fækkað um fjóra. Ráðherrann segist ætla að leggja til breytingar á kerfinu. Segist hann vilja að fjöldi sendiherra ráðist framvegis mið af fjölda sendiskrifstofa sem utanríkisþjónustan starfrækir. „Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að þeir verði hverju sinni ekki fleiri en fjöldi sendiskrifstofa að fimmtungi viðbættum. Í dag starfrækir utanríkisráðuneytið alls 25 sendiskrifstofur. Nái þessi breyting fram að ganga verður hámarksfjöldi sendiherra 30 en þeir eru í dag 36 talsins. Þetta þýðir að enginn sendiherra verður skipaður fyrr en þeim hefur fækkað niður fyrir þrjátíu miðað við óbreyttan fjölda sendiskrifstofa,“ segir Guðlaugur. Utanríkisráðuneytið við Rauðarárstíg. Stöður almennt auglýstar Þá mælir frumvarp ráðherrans fyrir um að sendiherrastöður verði auglýstar og umsækjendur skuli uppfylla lögákveðin hæfisskilyrði. Þó segir að ráðherra verði heimilt að „skipa einstakling tímabundið til allt að fimm ára í embætti sendiherra til að veita sendiskrifstofu forstöðu eða að gegna hlutverki sérstaks erindreka án þess að starfið yrði auglýst.“ Ekki verði þó heimilt að framlengja eða senda viðkomandi annað og fjöldi þeirra megi ekki nema meira en fimmtungi af heildarfjölda skipaðra sendiherra. „Að þessu marki yrði ráðherra áfram heimilt að leita út fyrir raðir fastra starfsmanna utanríkisþjónustunnar eftir sendiherrum sem hafa aflað sér sérþekkingar, reynslu og tengsla á öðrum vettvangi, svo sem í stjórnmálum eða í atvinnulífinu, til að annast afmörkuð verkefni í þágu hagsmuna Íslands á alþjóðavettvangi. Með þessu móti verður þeirri heimild, sem nú er ótakmörkuð, settar málefnalegar skorður,“ segir í greininni. Tímabundið sett lægra setta í embætti sendiherra Loks vill ráðherra sjá þá breytingu að ráðherra geti tímabundið sett lægra setta starfsmenn, sendifulltrúa, í embætti sendiherra. Þennan hóp fylla að jafnaði þeir sem eiga að baki langan og farsælan feril í þjónustunni og hafa unnið sig upp innan hennar án þess að vera orðnir sendiherrar. „Þessi breyting þjónar fyrst og fremst þeim tilgangi að nýta betur starfskrafta sendifulltrúa og veita einkum hæfileikaríku yngra fólki í utanríkisþjónustunni aukin tækifæri á framgangi í starfi,“ segir ráðherrann.
Utanríkismál Stjórnsýsla Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira